Kveður svið stjórnmálanna sátt 18. september 2006 06:45 Margrét Frímannsdóttir ávarpar kjördæmisráðið. Margrét Frímannsdóttir tilkynnti um ákvörðun sína á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar á Þorlákshöfn. Hún segist kveðja svið stjórnmálanna sátt. Margrét Frímannsdóttir, þingkona og þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna en hún hefur verði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi um árabil. Margrét segist hafa ákveðið af stíga af sviðinu að vel athuguðu máli. Ég hugsaði þessi mál vel og tók ákvörðun um að gefa ekki kost á mér þar sem ég taldi skynsamlegast að breyta um starfsvettvang á þessum tímapunkti. Ég hef verið í yfir 25 ár í stjórnmálum, þar af tuttugu ár sem þingkona, og fengið tækifæri til þess að gegna mikilvægum embættum. Nú finnst mér vera kominn tími til þess að skipta um umhverfi. Margrét hefur ekki enn ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur. Ég hef nú ekki fengið nein starfstilboð ennþá en vonandi getur einhver nýtt starfskrafta mína. Mér þykir afar vænt um þann stuðning sem ég hef fundið fyrir að undanförnu, en ég minnist þess ekki að hafa fengið jafn mikinn stuðning á mínum ferli og þann sem ég hef fundið svo sterkt fyrir síðustu daga. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að reyna að hafa áhrif til hins betra í samfélaginu. Ég er stolt af því að hafa komið inn á þing beint úr verkalýðshreyfingunni og tel að það hafi hjálpað mér mikið, því það getur skipt sköpum í stjórnmálum að þekkja til mála af reynslu. Ágúst Ólafur Ágústsson Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir leiðtogahæfileika Margrétar munu nýtast flokknum áfram. Það er mikill missir í Margréti. Hún er afar hæfur leiðtogi og sterkur persónuleiki sem hefur staðið sig afar vel. En ég geri ráð fyrir því að Samfylkingin muni njóta krafta Margrétar áfram. Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Margréti einstakan stjórnmálamann. Það er mikil eftirsjá í Margréti því hún hefur verið einn öflugasti stjórnmálamaður jafnaðarmanna á Íslandi um árabil. Þegar þetta skeið sögunnar verður skrifað, og skoðað nákvæmlega, þá fyrst held ég að það komi fram hversu mikilvægu hlutverki hún gegndi við að skapa nýjan stjórnmálaflokk, Samfylkinguna. Hún bar hitann og þungann, og erfiðið, af því starfi sem fór fram þegar unnið var að því að sameina jafnaðarmenn. Margrét er að mörgu leyti einstakur stjórnmálamaður. Hún er stelpan af Stokkseyri sem komst inn á svið stjórnmálanna með dugnaði og varð einn af leiðandi stjórnmálamönnum sinnar kynslóðar.Þingmaður í tuttugu ár Störf innan stjórnmálaflokka:·Formaður Alþýðubandalagsins 1995-1998·Talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999·Varaformaður Samfylkingarinnar 2000-2003 Alþingi:·Varaþingmaður Suðurlandskjördæmis 1983-1985 með hléum·Alþingismaður Suðurlandskjördæmis 1987-2003 (Alþýðubandalagið og Samfylkingin)·Alþingismaður Suðurkjördæmis frá 2003 (Samfylkingin)·Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988-1992·Formaður þingflokks Samfylkingarinnar frá 2004 Önnur störf:·Oddviti Stokkseyrarhrepps 1982-1990·Sat á allsherjarþingi SÞ 1989 og 1990·Sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1993-1995 Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Margrét Frímannsdóttir, þingkona og þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna en hún hefur verði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi um árabil. Margrét segist hafa ákveðið af stíga af sviðinu að vel athuguðu máli. Ég hugsaði þessi mál vel og tók ákvörðun um að gefa ekki kost á mér þar sem ég taldi skynsamlegast að breyta um starfsvettvang á þessum tímapunkti. Ég hef verið í yfir 25 ár í stjórnmálum, þar af tuttugu ár sem þingkona, og fengið tækifæri til þess að gegna mikilvægum embættum. Nú finnst mér vera kominn tími til þess að skipta um umhverfi. Margrét hefur ekki enn ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur. Ég hef nú ekki fengið nein starfstilboð ennþá en vonandi getur einhver nýtt starfskrafta mína. Mér þykir afar vænt um þann stuðning sem ég hef fundið fyrir að undanförnu, en ég minnist þess ekki að hafa fengið jafn mikinn stuðning á mínum ferli og þann sem ég hef fundið svo sterkt fyrir síðustu daga. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að reyna að hafa áhrif til hins betra í samfélaginu. Ég er stolt af því að hafa komið inn á þing beint úr verkalýðshreyfingunni og tel að það hafi hjálpað mér mikið, því það getur skipt sköpum í stjórnmálum að þekkja til mála af reynslu. Ágúst Ólafur Ágústsson Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir leiðtogahæfileika Margrétar munu nýtast flokknum áfram. Það er mikill missir í Margréti. Hún er afar hæfur leiðtogi og sterkur persónuleiki sem hefur staðið sig afar vel. En ég geri ráð fyrir því að Samfylkingin muni njóta krafta Margrétar áfram. Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Margréti einstakan stjórnmálamann. Það er mikil eftirsjá í Margréti því hún hefur verið einn öflugasti stjórnmálamaður jafnaðarmanna á Íslandi um árabil. Þegar þetta skeið sögunnar verður skrifað, og skoðað nákvæmlega, þá fyrst held ég að það komi fram hversu mikilvægu hlutverki hún gegndi við að skapa nýjan stjórnmálaflokk, Samfylkinguna. Hún bar hitann og þungann, og erfiðið, af því starfi sem fór fram þegar unnið var að því að sameina jafnaðarmenn. Margrét er að mörgu leyti einstakur stjórnmálamaður. Hún er stelpan af Stokkseyri sem komst inn á svið stjórnmálanna með dugnaði og varð einn af leiðandi stjórnmálamönnum sinnar kynslóðar.Þingmaður í tuttugu ár Störf innan stjórnmálaflokka:·Formaður Alþýðubandalagsins 1995-1998·Talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999·Varaformaður Samfylkingarinnar 2000-2003 Alþingi:·Varaþingmaður Suðurlandskjördæmis 1983-1985 með hléum·Alþingismaður Suðurlandskjördæmis 1987-2003 (Alþýðubandalagið og Samfylkingin)·Alþingismaður Suðurkjördæmis frá 2003 (Samfylkingin)·Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988-1992·Formaður þingflokks Samfylkingarinnar frá 2004 Önnur störf:·Oddviti Stokkseyrarhrepps 1982-1990·Sat á allsherjarþingi SÞ 1989 og 1990·Sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1993-1995
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira