Magni í úrslitaþátt Rock Star 8. september 2006 00:01 Spennt. Þau Páll Óskar og Guðrún Gunnarsdóttir ásamt Eyrúnu Huld, unnustu Magna, en Icelandair hefur ákveðið að bjóða allri fjölskyldu söngvarans til Los Angeles þar sem hún mun fylgjast með söngvaranum í lokaþættinum. Magni Ásgeirsson komst í úrslitaþátt Rock Star: Supernova eftir að öll atkvæði höfðu verið talin. Magni var um tíma meðal þriggja neðstu eins og allir hinir fimm þátttakendurnir en þegar allt kom til alls var hann ekki í hættu. Söngvarinn frá Borgarfirði eystri verður því á sviðinu í næstu viku þegar í ljós kemur hver verður næsti söngvari rokkgrúppunnar Supernova. Sannkallað Rock Star-æði hefur gripið Íslendinga og hafa aldrei verið greidd jafn mörg atkvæði og aðfaranótt miðvikudags. Hefur verið haft á orði að það hljóti að verða erfitt fyrir þá þrjá sem etja kappi við Magna að berjast við þrjú hundruð þúsund manna kolbrjálaða þjóð í Norður-Atlantshafi. Magni fékk mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í tónleikaþættinum en hann flutti bítlalagið Back In the U.S.S.R og frumsamda lagið When the Time Comes. Magna áskotnaðist síðan sá heiður að syngja með Supernova í atkvæðaþættinum og fékk mikið lófaklapp fyrir flutning sinn. Vinsældir Magna ná hins vegar út fyrir landsteinana, því á uppboðsvefnum eBay er til sölu armband með mynd af söngvaranum sem og músarmotta og geta aðdáendur hans fest kaup á þeim fyrir lítinn pening en mottan kostar sex dollara, sem samsvarar 420 krónum, og armbandið er falt fyrir fimm dollara, eða 350 krónur. Rock Star Supernova Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Magni Ásgeirsson komst í úrslitaþátt Rock Star: Supernova eftir að öll atkvæði höfðu verið talin. Magni var um tíma meðal þriggja neðstu eins og allir hinir fimm þátttakendurnir en þegar allt kom til alls var hann ekki í hættu. Söngvarinn frá Borgarfirði eystri verður því á sviðinu í næstu viku þegar í ljós kemur hver verður næsti söngvari rokkgrúppunnar Supernova. Sannkallað Rock Star-æði hefur gripið Íslendinga og hafa aldrei verið greidd jafn mörg atkvæði og aðfaranótt miðvikudags. Hefur verið haft á orði að það hljóti að verða erfitt fyrir þá þrjá sem etja kappi við Magna að berjast við þrjú hundruð þúsund manna kolbrjálaða þjóð í Norður-Atlantshafi. Magni fékk mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í tónleikaþættinum en hann flutti bítlalagið Back In the U.S.S.R og frumsamda lagið When the Time Comes. Magna áskotnaðist síðan sá heiður að syngja með Supernova í atkvæðaþættinum og fékk mikið lófaklapp fyrir flutning sinn. Vinsældir Magna ná hins vegar út fyrir landsteinana, því á uppboðsvefnum eBay er til sölu armband með mynd af söngvaranum sem og músarmotta og geta aðdáendur hans fest kaup á þeim fyrir lítinn pening en mottan kostar sex dollara, sem samsvarar 420 krónum, og armbandið er falt fyrir fimm dollara, eða 350 krónur.
Rock Star Supernova Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira