Afurðastöðvar valda hækkun á kjötverði 6. september 2006 07:15 Verð frá sláturleyfishöfum til kjötúrvinnslustöðva hefur hækkað mikið í öllum flokkum kjötvara á síðastliðnu ári. Þessar hækkanir skila sér ekki til bænda nema að takmörkuðu leyti. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, segir að verð frá birgjum hafi hækkað mikið frá júní á síðasta ári. Hækkunin sé sautján prósent á ungnautakjöti í heilum skrokkum, um sautján prósent fyrir lambahrygg og læri og um tuttugu prósent fyrir svínakjöt. Þessar hækkanir skila sér að sjálfsögðu í hækkandi verði til neytenda. Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri kjötvinnslunnar Esju, staðfestir þessar verðhækkanir. Sauðfjárafurðastöðvarnar hafa verið að hækka verð mikið á síðasta ári. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að þessar hækkanir skili sér ekki allar til bænda. Hækkun í dilkakjöti er um tólf prósent að meðaltali og minna í nauta- og svínakjöti. Hagrætt hefur verið í slátrun og vinnslu á síðustu árum og neytendur ættu að njóta þess. Haraldur segir að skýringarnar á hækkunum sláturleyfishafa séu líklega launaþróun og hækkandi fjármagnskostnaður, auk almennra hækkana í rekstri fyrirtækja. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir fyrirtækið hafa verið í vandræðum frá síðustu áramótum vegna skorts á dilkakjöti. Við höfum þurft að neita mörgum um kjöt og þeir sem hafa fengið kjötið hafa þurft að kyngja hækkunum. Þeir hefðu þó væntanlega farið annað ef þeir hefðu fengið kjötið ódýrar annars staðar. Það verður samt að hafa í huga að við vorum áður að selja kjötið frá okkur undir markaðsverði. Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, er ósammála formanni Bændasamtakanna og segir hækkanir úti á markaðnum í takt við hækkanir til bænda. Hann segir að jafnframt skuli haft í huga að vægið á allt heildarverðmæti skrokksins sé að færast yfir á gæðakjötið, sem sé bara helmingurinn af skrokknum. Verð á læri og hrygg segi því aðeins hálfa söguna. Innlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Verð frá sláturleyfishöfum til kjötúrvinnslustöðva hefur hækkað mikið í öllum flokkum kjötvara á síðastliðnu ári. Þessar hækkanir skila sér ekki til bænda nema að takmörkuðu leyti. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, segir að verð frá birgjum hafi hækkað mikið frá júní á síðasta ári. Hækkunin sé sautján prósent á ungnautakjöti í heilum skrokkum, um sautján prósent fyrir lambahrygg og læri og um tuttugu prósent fyrir svínakjöt. Þessar hækkanir skila sér að sjálfsögðu í hækkandi verði til neytenda. Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri kjötvinnslunnar Esju, staðfestir þessar verðhækkanir. Sauðfjárafurðastöðvarnar hafa verið að hækka verð mikið á síðasta ári. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að þessar hækkanir skili sér ekki allar til bænda. Hækkun í dilkakjöti er um tólf prósent að meðaltali og minna í nauta- og svínakjöti. Hagrætt hefur verið í slátrun og vinnslu á síðustu árum og neytendur ættu að njóta þess. Haraldur segir að skýringarnar á hækkunum sláturleyfishafa séu líklega launaþróun og hækkandi fjármagnskostnaður, auk almennra hækkana í rekstri fyrirtækja. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir fyrirtækið hafa verið í vandræðum frá síðustu áramótum vegna skorts á dilkakjöti. Við höfum þurft að neita mörgum um kjöt og þeir sem hafa fengið kjötið hafa þurft að kyngja hækkunum. Þeir hefðu þó væntanlega farið annað ef þeir hefðu fengið kjötið ódýrar annars staðar. Það verður samt að hafa í huga að við vorum áður að selja kjötið frá okkur undir markaðsverði. Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, er ósammála formanni Bændasamtakanna og segir hækkanir úti á markaðnum í takt við hækkanir til bænda. Hann segir að jafnframt skuli haft í huga að vægið á allt heildarverðmæti skrokksins sé að færast yfir á gæðakjötið, sem sé bara helmingurinn af skrokknum. Verð á læri og hrygg segi því aðeins hálfa söguna.
Innlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira