Nálgunarbann ekki nógu skilvirkt tæki 6. september 2006 08:00 Héraðsdómur Um 1.100 konur eru taldar verða fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi árlega. Enn fleiri verða fyrir andlegu ofbeldi en lítill hluti þess ratar inn á borð til yfirvalda. Börn geta orðið fyrir varanlegum skaða alist þau upp við heimilisofbeldi. Mynd/Vísir Andrés Ragnarsson sálfræðingur tekur heilshugar undir með Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, og Bjarnþóri Aðalsteinssyni, lögreglufulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík, en þau vilja að nálgunarbannslöggjöfinni verði breytt svo hægt verði að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Ég er sammála því að hin svokallaða austurríska leið sé til bóta og það er augljóst að nálgunarbannið þarf að virka sem betra hjálpartæki fyrir lögregluna, sagði Andrés. Hann hefur unnið með félagsmálaráðuneytinu að verkefninu Karlar til ábyrgðar, ásamt samstarfsmanni sínum Einari Gylfasyni, en það var endurvakið á vormánuðum þessa árs. Þetta er meðferðarúrræði sem boðið er upp á fyrir karlmenn sem vilja sjálfir taka á ofbeldishneigð sinni. Vandinn er mikill, því að áætlað er að um 1.100 konur verði árlega fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi, sagði Andrés. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur í þrígang flutt frumvarp á Alþingi um lagabreytingu sem gerir ráð fyrir upptöku hinnar austurrísku leiðar. Með henni er gert ráð fyrir því að lögreglan geti beitt nálgunarbanni með skömmum fyrirvara þolendum ofbeldisbrota til gagns, og þeim síðan hjálpað við að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Stuðningur hefur ekki verið nægur um frumvarpið innan þingsins en sams konar leið hefur verið tekin upp í Noregi, Svíþjóð og Danmörku eftir að hún var fyrst kynnt innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að koma á sérstöku ákvæði í lögum sem tekur til heimilisofbeldis. Ég hef lagt fram þingmál um að setja sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Það sem ríkisstjórnin gerði á síðasta þingi var að setja refsiþyngingarástæðu í lögin vegna heimilisofbeldis, en mér finnst þessi mál ekki aðeins snúast um að þyngja refsingarnar heldur einnig um það hvort löggjafinn nái utan um þessa glæpi. Það hefur lítið að segja að setja sérstök refsiþyngingarákvæði í lög ef málin komast ekki í gegnum kerfið, eins og sást nokkuð skýrlega á forsíðu Fréttablaðisins í gær. Ég held að það sé eðlilegast að koma í lög sérstöku ákvæði um heimilisofbeldi svo hægt sé að taka á þessum málum með skilvirkum hætti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála verið tekið til ákærumeðferðar það sem af er ári, en samkvæmt nýjustu tölum hafa tæplega 300 mál komið inn á borð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Innlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Andrés Ragnarsson sálfræðingur tekur heilshugar undir með Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, og Bjarnþóri Aðalsteinssyni, lögreglufulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík, en þau vilja að nálgunarbannslöggjöfinni verði breytt svo hægt verði að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Ég er sammála því að hin svokallaða austurríska leið sé til bóta og það er augljóst að nálgunarbannið þarf að virka sem betra hjálpartæki fyrir lögregluna, sagði Andrés. Hann hefur unnið með félagsmálaráðuneytinu að verkefninu Karlar til ábyrgðar, ásamt samstarfsmanni sínum Einari Gylfasyni, en það var endurvakið á vormánuðum þessa árs. Þetta er meðferðarúrræði sem boðið er upp á fyrir karlmenn sem vilja sjálfir taka á ofbeldishneigð sinni. Vandinn er mikill, því að áætlað er að um 1.100 konur verði árlega fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi, sagði Andrés. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur í þrígang flutt frumvarp á Alþingi um lagabreytingu sem gerir ráð fyrir upptöku hinnar austurrísku leiðar. Með henni er gert ráð fyrir því að lögreglan geti beitt nálgunarbanni með skömmum fyrirvara þolendum ofbeldisbrota til gagns, og þeim síðan hjálpað við að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Stuðningur hefur ekki verið nægur um frumvarpið innan þingsins en sams konar leið hefur verið tekin upp í Noregi, Svíþjóð og Danmörku eftir að hún var fyrst kynnt innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að koma á sérstöku ákvæði í lögum sem tekur til heimilisofbeldis. Ég hef lagt fram þingmál um að setja sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Það sem ríkisstjórnin gerði á síðasta þingi var að setja refsiþyngingarástæðu í lögin vegna heimilisofbeldis, en mér finnst þessi mál ekki aðeins snúast um að þyngja refsingarnar heldur einnig um það hvort löggjafinn nái utan um þessa glæpi. Það hefur lítið að segja að setja sérstök refsiþyngingarákvæði í lög ef málin komast ekki í gegnum kerfið, eins og sást nokkuð skýrlega á forsíðu Fréttablaðisins í gær. Ég held að það sé eðlilegast að koma í lög sérstöku ákvæði um heimilisofbeldi svo hægt sé að taka á þessum málum með skilvirkum hætti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála verið tekið til ákærumeðferðar það sem af er ári, en samkvæmt nýjustu tölum hafa tæplega 300 mál komið inn á borð lögreglu vegna heimilisofbeldis.
Innlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira