Innlent

Bætum úr ef með þarf

Fólk hefur verið í fríum og ég er sjálfur að koma úr fríi. Svona ábendingar eru þarfar. Við munum skoða þessar athugasemdir og kanna hvernig við getum bætt úr ef með þarf, segir Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Þjóðskránni.

Samtök atvinnulífsins og ýmsir forkólfar á vinnumarkaði hafa gagnrýnt Þjóðskrána fyrir hægagang í afgreiðslu á kennitölum og lélega upplýsingagjöf í tengslum við afgreiðslu á kennitölum fyrir erlent starfsfólk sem kemur hingað til lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×