Telja í lagi að Davíð tjái sig um pólitík 5. september 2006 07:45 Helgi S. Guðmundsson Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir ekkert óeðlilegt við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fjalli um pólitísk álitamál á opinberum vettvangi. Þvert á móti sé það eðlilegt. „Mér finnst fullkomlega eðlilegt að Davíð Oddsson tjái sig um slík mál og það er ekkert í ráðningarsamningi hans um að hann afsali sér réttinum til að tjá sig,“ segir Helgi. Davíð ræddi um Kárahnjúkavirkjun og umræðuna um greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum, gagnrýndi framgöngu Davíðs í viðtali við RÚV á laugardag, og sagði ummæli hans draga úr trúverðugleika bankans. Helgi er á öðru máli og segir ekkert í orðum Davíðs rýra trúverðugleikann. „Virkjunin hefur með efnahagsmál að gera, stjórnarandstaðan hefur lagt til að fyllingu Hálslóns verði frestað og ég spyr hvaða efnahagslegu afleiðingar gæti það haft í för með sér,“ segir Helgi. Davíð var einnig í Kastljósinu á sunnudag og fór þar hörðum orðum um dómskerfið. Hann sagði slæmt að það gæti ekki tekið stór mál til meðferðar og vitnaði til Baugsmálsins og Málverkafölsunarmálsins. Helgi gerir engar athugasemdir við þau orð Davíðs. Spurður hvort hér gæti stefnubreytingar af hálfu Seðlabankans og hvort bankastjórarnir muni eftirleiðis tjá sig oftar um þjóðfélagsmál segir Helgi svo ekki vera. „Það er undir einstaklingunum komið hvort þeir vilja tjá sig um málefni líðandi stundar eða ekki.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir fá dæmi þess að seðlabankastjórar tjái sig um önnur mál en þau sem falla undir starfssvið þeirra og almennt blandi embættismenn sér ekki í flokkspólitísk hitamál. Óumdeilt sé að þeir hafi rétt til að tjá sig en álitamál hvort það sé heppilegt. Til dæmis eigi seðlabankastjóri að ráðleggja ríkisstjórnum og geti þurft að ráðleggja ólíkum stjórnmálamönnum og ólíkum ríkisstjórnum. Gunnar Helgi segir enn fremur að ekki þurfi að koma á óvart þótt Davíð hafi skoðanir, hann hafi jú verið forsætisráðherra í rúm þrettán ár. „Vandinn liggur frekar í pólitískum ráðningum seðlabankastjóra en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.“ Innlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir ekkert óeðlilegt við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fjalli um pólitísk álitamál á opinberum vettvangi. Þvert á móti sé það eðlilegt. „Mér finnst fullkomlega eðlilegt að Davíð Oddsson tjái sig um slík mál og það er ekkert í ráðningarsamningi hans um að hann afsali sér réttinum til að tjá sig,“ segir Helgi. Davíð ræddi um Kárahnjúkavirkjun og umræðuna um greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum, gagnrýndi framgöngu Davíðs í viðtali við RÚV á laugardag, og sagði ummæli hans draga úr trúverðugleika bankans. Helgi er á öðru máli og segir ekkert í orðum Davíðs rýra trúverðugleikann. „Virkjunin hefur með efnahagsmál að gera, stjórnarandstaðan hefur lagt til að fyllingu Hálslóns verði frestað og ég spyr hvaða efnahagslegu afleiðingar gæti það haft í för með sér,“ segir Helgi. Davíð var einnig í Kastljósinu á sunnudag og fór þar hörðum orðum um dómskerfið. Hann sagði slæmt að það gæti ekki tekið stór mál til meðferðar og vitnaði til Baugsmálsins og Málverkafölsunarmálsins. Helgi gerir engar athugasemdir við þau orð Davíðs. Spurður hvort hér gæti stefnubreytingar af hálfu Seðlabankans og hvort bankastjórarnir muni eftirleiðis tjá sig oftar um þjóðfélagsmál segir Helgi svo ekki vera. „Það er undir einstaklingunum komið hvort þeir vilja tjá sig um málefni líðandi stundar eða ekki.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir fá dæmi þess að seðlabankastjórar tjái sig um önnur mál en þau sem falla undir starfssvið þeirra og almennt blandi embættismenn sér ekki í flokkspólitísk hitamál. Óumdeilt sé að þeir hafi rétt til að tjá sig en álitamál hvort það sé heppilegt. Til dæmis eigi seðlabankastjóri að ráðleggja ríkisstjórnum og geti þurft að ráðleggja ólíkum stjórnmálamönnum og ólíkum ríkisstjórnum. Gunnar Helgi segir enn fremur að ekki þurfi að koma á óvart þótt Davíð hafi skoðanir, hann hafi jú verið forsætisráðherra í rúm þrettán ár. „Vandinn liggur frekar í pólitískum ráðningum seðlabankastjóra en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.“
Innlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira