Fjórðungur sveitarstjóra er konur 5. september 2006 07:15 Stefanía Katrín Karlsdóttir Búið er að velja eða ráða sveitar- eða bæjarstjóra í 64 af 79 sveitarfélögum landsins síðan í sveitarstjórnarkosningunum nú í maí. Af þessum 64 sveitarstjórum eru 16, eða fjórðungur, konur og 48 karlmenn, samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu. Konur eru sveitarstjórar í tveimur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar er Mosfellsbær fjölmennastur, en sveitarfélagið Árborg næstfjölmennast. Helga Jónsdóttir tekur við embætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar í þessum mánuði og verða þá konur sveitarstjórar í þremur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Karlmenn eru borgar- eða bæjarstjórar í sex stærstu sveitarfélögunum, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Reykjanesbæ og Garðabæ. "Þeir sem verða sveitarstjórar eru ýmist pólitískt kjörnir, sem efstu menn á lista, eða ráðnir inn," segir Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. "Mér sýnist þessi skipting endurspegla hlut kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Þetta er kynjaskipting innan samfélagsins í hnotskurn, sýnist mér. Mér finnst að alltaf eigi að ráða hæfasta einstaklinginn til starfa, en hvort karlmenn eru hæfastir í þremur af fjórum tilvikum hef ég ekki hugmynd um." Alls búa 27.289 Íslendingar í sveitarfélögum undir stjórn kvenkyns sveitarstjóra. Það er um níu prósent af heildarfjölda Íslendinga. "Við teljum að jafnrétti hafi verið náð þegar hvorugt kynið hefur minni hlut en fjörutíu prósent í sveitarstjórnum," segir Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. "Það virðist vera sem konur nái ekki yfir þrjátíu prósentin í íslensku samfélagi. Tilhneigingin með röðun á lista var mikið til sú að karlmenn væru í 1. sæti og konur 2. sæti. Þá segir sig sjálft að það sé ólíklegra fyrir konur að komast í áhrifastöður. Auðvitað þurfa að vera fleiri konur í forsvari fyrir sveitarstjórnir. Þetta er slæm staða," segir Hugrún. Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Búið er að velja eða ráða sveitar- eða bæjarstjóra í 64 af 79 sveitarfélögum landsins síðan í sveitarstjórnarkosningunum nú í maí. Af þessum 64 sveitarstjórum eru 16, eða fjórðungur, konur og 48 karlmenn, samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu. Konur eru sveitarstjórar í tveimur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar er Mosfellsbær fjölmennastur, en sveitarfélagið Árborg næstfjölmennast. Helga Jónsdóttir tekur við embætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar í þessum mánuði og verða þá konur sveitarstjórar í þremur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Karlmenn eru borgar- eða bæjarstjórar í sex stærstu sveitarfélögunum, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Reykjanesbæ og Garðabæ. "Þeir sem verða sveitarstjórar eru ýmist pólitískt kjörnir, sem efstu menn á lista, eða ráðnir inn," segir Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. "Mér sýnist þessi skipting endurspegla hlut kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Þetta er kynjaskipting innan samfélagsins í hnotskurn, sýnist mér. Mér finnst að alltaf eigi að ráða hæfasta einstaklinginn til starfa, en hvort karlmenn eru hæfastir í þremur af fjórum tilvikum hef ég ekki hugmynd um." Alls búa 27.289 Íslendingar í sveitarfélögum undir stjórn kvenkyns sveitarstjóra. Það er um níu prósent af heildarfjölda Íslendinga. "Við teljum að jafnrétti hafi verið náð þegar hvorugt kynið hefur minni hlut en fjörutíu prósent í sveitarstjórnum," segir Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. "Það virðist vera sem konur nái ekki yfir þrjátíu prósentin í íslensku samfélagi. Tilhneigingin með röðun á lista var mikið til sú að karlmenn væru í 1. sæti og konur 2. sæti. Þá segir sig sjálft að það sé ólíklegra fyrir konur að komast í áhrifastöður. Auðvitað þurfa að vera fleiri konur í forsvari fyrir sveitarstjórnir. Þetta er slæm staða," segir Hugrún.
Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira