Heimilisofbeldismál enda sjaldnast í ákærumeðferð 5. september 2006 07:30 heimilisofbeldi Konur, sem í langflestum tilfellum eru fórnarlömb heimilisofbeldis, eiga oftar en ekki í erfiðleikum með að komast út úr vítahring ofbeldis. MYND/getty Tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála, sem komið hafa inn á borð lögreglu það sem af er ári, hafa verið tekin til ákærumeðferðar. Samtals hefur lögreglan verið 272 sinnum kölluð til vegna heimilisofbeldis á þessu ári. Bjarnþór Aðalsteinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir lögregluna oftar en ekki standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum þegar hún þarf að taka á heimilisofbeldi. „Við reynum yfirleitt að leysa úr ágreiningnum eins fljótt og auðið er. Viðbrögð okkar eru mismunandi eftir eðli og alvarleika brotsins sem upp kemur í hvert skipti. Það er mikilvægt að álagi sé létt af fórnarlömbum heimilisofbeldis, sem í langflestum tilfellum eru konur, og reyna að hjálpa þeim að komast í jafnvægi á skynsamlegan hátt,“ segir Bjarnþór og leggur áherslu á að nálgunarbannslöggjöfin, sem stundum þarf að grípa til, sé óskilvirk og gölluð. „Ég held að það sé almennt viðhorf innan lögreglunnar að það sé alltof erfitt að fá nálgunarbann á ofbeldismenn, þegar það er nauðsynlegt. Ég tel að það sé orðið brýnt að breyta löggjöfinni þannig, að lögreglan geti sett á nálgunarbann með skömmum fyrirvara, því það getur verið afar brýnt að bregðast við heimilisofbeldi með skilvirkum hætti sem kemur í veg fyrir að ofbeldismenn geti haldið áfram að beita konur sínar ofbeldi.“ Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir nauðsynlegt að starfsumhverfi lögreglu verði breytt í þá veru að hægt sé að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum. „Hin svokallaða austurríska leið, sem kynnt var innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001, gerir ráð fyrir því að hægt sé að vísa þeim sem veldur ofbeldi á heimili skilyrðislaust af heimilinu í tvo til þrjá daga, en innan þess frests þarf málið að fara fyrir dómara sem staðfestir eða hafnar þessu úrræði. Í framhaldinu er hægt að fara fram á nálgunarbann fyrir þolendur, auk þess sem upplýsingar um málið fara til samtaka sem hjálpa þolendum að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Þetta er leið sem hefur verið tekin upp í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en ekki hér á landi.“ Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála, sem komið hafa inn á borð lögreglu það sem af er ári, hafa verið tekin til ákærumeðferðar. Samtals hefur lögreglan verið 272 sinnum kölluð til vegna heimilisofbeldis á þessu ári. Bjarnþór Aðalsteinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir lögregluna oftar en ekki standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum þegar hún þarf að taka á heimilisofbeldi. „Við reynum yfirleitt að leysa úr ágreiningnum eins fljótt og auðið er. Viðbrögð okkar eru mismunandi eftir eðli og alvarleika brotsins sem upp kemur í hvert skipti. Það er mikilvægt að álagi sé létt af fórnarlömbum heimilisofbeldis, sem í langflestum tilfellum eru konur, og reyna að hjálpa þeim að komast í jafnvægi á skynsamlegan hátt,“ segir Bjarnþór og leggur áherslu á að nálgunarbannslöggjöfin, sem stundum þarf að grípa til, sé óskilvirk og gölluð. „Ég held að það sé almennt viðhorf innan lögreglunnar að það sé alltof erfitt að fá nálgunarbann á ofbeldismenn, þegar það er nauðsynlegt. Ég tel að það sé orðið brýnt að breyta löggjöfinni þannig, að lögreglan geti sett á nálgunarbann með skömmum fyrirvara, því það getur verið afar brýnt að bregðast við heimilisofbeldi með skilvirkum hætti sem kemur í veg fyrir að ofbeldismenn geti haldið áfram að beita konur sínar ofbeldi.“ Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir nauðsynlegt að starfsumhverfi lögreglu verði breytt í þá veru að hægt sé að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum. „Hin svokallaða austurríska leið, sem kynnt var innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001, gerir ráð fyrir því að hægt sé að vísa þeim sem veldur ofbeldi á heimili skilyrðislaust af heimilinu í tvo til þrjá daga, en innan þess frests þarf málið að fara fyrir dómara sem staðfestir eða hafnar þessu úrræði. Í framhaldinu er hægt að fara fram á nálgunarbann fyrir þolendur, auk þess sem upplýsingar um málið fara til samtaka sem hjálpa þolendum að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Þetta er leið sem hefur verið tekin upp í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en ekki hér á landi.“
Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira