Tryggingasvikin skipta þúsundum 5. september 2006 08:00 framkvæmdastjóri hjá Sjóvá "Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu," segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Lögreglan fékk þrjú til fjögur tryggingasvikamál á sitt borð á ári á tímabilinu 2000-2004. Útilokað er að tryggingasvikin séu svo fá hér á landi. Ef tryggingasvik eru hlutfallslega jafn algeng hér á landi og í nágrannalöndunum ættu málin að vera um tvö þúsund en heildarfjöldi tjóna er um 45 þúsund í landinu öllu á ári. Það er að mati framkvæmdastjóra Sjóvár því aðeins brotabrot af tryggingasvikamálunum sem koma á borð lögreglunnar. Tryggingasvikamál skiptast í tvennt; atburðir eru settir á svið til að fá bætur og ýktar bótakröfur. Ég hef miklar áhyggjur af síðari málunum því að þeir sem fremja brotin eru venjulegt fólk. Viðhorf þess er það sama og gagnvart til dæmis sköttum, að það sé allt í lagi að hagræða sannleikanum og ýkja tjónið til að fá meira en það á að fá, segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Tryggingafélögin njóta ekki samúðar í þjóðfélaginu. Fólk gengur á lagið með það sem því finnst vera sakleysisleg brot. Brotaþolinn er svo stór, heilt tryggingafélag sem sýnir góðar afkomutölur en þetta er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn. Iðgjöldin hækka eftir því sem tjónin eru meiri. Fá eða engin þeirra mála sem komu til lögreglu 2000-2004 höfðu náð inn í dómssali árið 2004. Í skýrslu um tryggingasvik sem Sjóvá hefur látið taka saman koma fram vangaveltur um hvort sparnaður sem hafi verið áberandi hjá lögreglu á Íslandi undanfarin ár, hafi áhrif á gæði rannsókna í tryggingasvikamálum en Þóra segir ekki hægt að kenna lögreglu um. Sjóvá ætlar að fara í átak gegn tryggingasvikum og efla rannsóknarvinnu í málum þar sem grunur um tryggingasvik vaknar. Við stöndum fyrst og fremst frammi fyrir sönnunarvandræðum. Við treystum okkar viðskiptavinum en ef það vaknar grunur, til dæmis þar sem fjárhæðir í innbrotum fara upp úr öllu valdi eða atburðarásin hefur á sér einhvern ólíkindablæ, þá getum við lent í vandræðum með sönnunargögn, segir hún. Þóra segir að Sjóvá muni fylgja málum betur eftir og vera meira á vettvangi til að kanna tilurð atvika. Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu og að þessi mál fái eins mikinn forgang hjá lögreglu og hægt er. Það krefst þess að við þurfum að sýna fram á að okkar grunsemdir eigi við rök að styðjast. Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Lögreglan fékk þrjú til fjögur tryggingasvikamál á sitt borð á ári á tímabilinu 2000-2004. Útilokað er að tryggingasvikin séu svo fá hér á landi. Ef tryggingasvik eru hlutfallslega jafn algeng hér á landi og í nágrannalöndunum ættu málin að vera um tvö þúsund en heildarfjöldi tjóna er um 45 þúsund í landinu öllu á ári. Það er að mati framkvæmdastjóra Sjóvár því aðeins brotabrot af tryggingasvikamálunum sem koma á borð lögreglunnar. Tryggingasvikamál skiptast í tvennt; atburðir eru settir á svið til að fá bætur og ýktar bótakröfur. Ég hef miklar áhyggjur af síðari málunum því að þeir sem fremja brotin eru venjulegt fólk. Viðhorf þess er það sama og gagnvart til dæmis sköttum, að það sé allt í lagi að hagræða sannleikanum og ýkja tjónið til að fá meira en það á að fá, segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Tryggingafélögin njóta ekki samúðar í þjóðfélaginu. Fólk gengur á lagið með það sem því finnst vera sakleysisleg brot. Brotaþolinn er svo stór, heilt tryggingafélag sem sýnir góðar afkomutölur en þetta er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn. Iðgjöldin hækka eftir því sem tjónin eru meiri. Fá eða engin þeirra mála sem komu til lögreglu 2000-2004 höfðu náð inn í dómssali árið 2004. Í skýrslu um tryggingasvik sem Sjóvá hefur látið taka saman koma fram vangaveltur um hvort sparnaður sem hafi verið áberandi hjá lögreglu á Íslandi undanfarin ár, hafi áhrif á gæði rannsókna í tryggingasvikamálum en Þóra segir ekki hægt að kenna lögreglu um. Sjóvá ætlar að fara í átak gegn tryggingasvikum og efla rannsóknarvinnu í málum þar sem grunur um tryggingasvik vaknar. Við stöndum fyrst og fremst frammi fyrir sönnunarvandræðum. Við treystum okkar viðskiptavinum en ef það vaknar grunur, til dæmis þar sem fjárhæðir í innbrotum fara upp úr öllu valdi eða atburðarásin hefur á sér einhvern ólíkindablæ, þá getum við lent í vandræðum með sönnunargögn, segir hún. Þóra segir að Sjóvá muni fylgja málum betur eftir og vera meira á vettvangi til að kanna tilurð atvika. Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu og að þessi mál fái eins mikinn forgang hjá lögreglu og hægt er. Það krefst þess að við þurfum að sýna fram á að okkar grunsemdir eigi við rök að styðjast.
Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira