Orð betri en brotinn gítar Freyr Bjarnason skrifar 2. september 2006 00:01 Tónlistarkonan Patti Smith heldur tónleika í Háskólabíói á þriðjudagskvöld. Fréttablaðið/AFP Pönkgoðsögnin Patti Smith heldur tónleika í Háskólabíói á þriðjudaginn. Freyr Bjarnason ræddi m.a. við hana um Jimi Hendrix og þáttinn Rock Star: Supernova. Patti Smith fæddist í Chicago 30. desember árið 1946 og verður því sextug á þessu ári. Hún er einna þekktust fyrir sína fyrstu plötu, Horses, sem kom út fyrir 31 ári. Þar blandaði hún saman ljóðlist og pönktónlist á eftirminnilegan hátt og allar götur síðan hefur Patti Smith verið talin mikill áhrifavaldur í rokksögunni. Á afrekaskrá hennar eru tíu hljóðversplötur til viðbótar og hefur hún á ferli sínum sungið þekkt lög á borð við Gloria, Because the Night og Dancing Barefoot, sem U2 tók upp á sína arma. Ný plata í vinnsluPatti hefur verið upptekin í hljóðveri að undanförnu við upptökur á tökulagaplötu með lögum eftir áhrifavalda hennar á borð við Bob Dylan, Jimi Hendrix og Jefferson Airplane. Henni til halds og trausts verða meðal annars vinir hennar Flea úr Red Hot Chili Peppers og Paul Simonon úr hinni goðsagnakenndu sveit The Clash. Ég er bara hérna af því að ég elska Ísland því ég er ekki á tónleikaferð. Við vildum bara fá tækifæri til að heimsækja landið aftur, segir Patti rámri röddu. Minnist hún sérstaklega hestaferðar sem hún fór í síðast þegar hún kom hingað. Í þetta sinn mun hún dvelja í fjóra daga í íbúð í Reykjavík ásamt nítján ára dóttur sinni sem einnig spilar á tónleikunum. Nánara andrúmsloftAð sögn Patti verða tónleikarnir í Háskólabíói öðruvísi en á Nasa á síðasta ári. Þeir verða einfaldari en ég held að ákafinn og orkan verði ekkert minni. Það er gaman að spila órafmagnað. Textarnir verða mikilvægari og andrúmsloftið verður nánara. Þannig á maður líka oft meiri samskipti við áheyrendur. Það verður líka gaman að hafa dóttur mína með mér. Hún er að stíga sín fyrstu skref í tónleikahaldi og þetta er góð leið fyrir mig til að láta hana taka við keflinu af mér, segir hún. Hendrix var rokk og rólEins og áður sagði flytur Patti lög eftir áhrifavalda sína á næstu plötu sinni. Aðeins einn stendur þó upp úr. Jimi Hendrix var aðalrokkstjarnan. Ef fólk segir að Elvis hafi verið konungur rokksins segi ég allt í lagi, en þá var Jimi rokkið og rólið. Hann var nýjungagjarn, skapandi gítarleikari og hugsjónamaður. Hann hafði sterka návist og blandaði saman ljóðlist, byltingarhugsun og tónlist. Hann hafði mikil áhrif á mig. Rock Star er ekki rokkAðspurð segist Patti ekkert hafa fylgst með Rock Star: Supernova sem tröllríður nú öllu hér á landi. Ég myndi líklega ekki hafa gaman af honum. Ég hef ekki gaman af raunveruleikaþáttum sem búa á gervilegan hátt til rokksveitir. Vissulega er þetta skemmtun fyrir fólk en þetta er ekki lífrænt og eðlilegt. Fyrir mér er rokk og ról frábær rödd fyrir menninguna þar sem ljóðlist, pólitísk hugmyndafræði, tilfinnningasemi og kynorka er aðalaflið. Þegar menn ætla að breyta rokkinu í markaðsvöru eru menn á villigötum og eru ekki að nýta sér þennan frábæra miðil sem rokkið er, segir hún án þess að taka djúpt í árinni. Ákafur friðarsinniPatti hefur löngum þótt róttæk í pólitískum skoðunum sínum og hefur oft talað opinskátt gegn stjórnvöldum. Hún segist þó ekki vera stjórnleysingi í anda pönksins heldur fyrst og fremst ákafur friðarsinni. Núna hef ég meiri áhuga á að koma hugmyndum á framfæri í stað þess að brjóta gítara. Ég vil gagnrýna eyðileggingu umhverfisins, nánast hvert einasta stefnumál Bush-stjórnarinnar, sprengingarnar í Líbanon, ástandið í Darfur-héraði og alnæmi. Það er svo mikið sem ég þarf að tjá mig um að núna eru orð mikilvægari en brotinn gítar. Rock Star Supernova Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Pönkgoðsögnin Patti Smith heldur tónleika í Háskólabíói á þriðjudaginn. Freyr Bjarnason ræddi m.a. við hana um Jimi Hendrix og þáttinn Rock Star: Supernova. Patti Smith fæddist í Chicago 30. desember árið 1946 og verður því sextug á þessu ári. Hún er einna þekktust fyrir sína fyrstu plötu, Horses, sem kom út fyrir 31 ári. Þar blandaði hún saman ljóðlist og pönktónlist á eftirminnilegan hátt og allar götur síðan hefur Patti Smith verið talin mikill áhrifavaldur í rokksögunni. Á afrekaskrá hennar eru tíu hljóðversplötur til viðbótar og hefur hún á ferli sínum sungið þekkt lög á borð við Gloria, Because the Night og Dancing Barefoot, sem U2 tók upp á sína arma. Ný plata í vinnsluPatti hefur verið upptekin í hljóðveri að undanförnu við upptökur á tökulagaplötu með lögum eftir áhrifavalda hennar á borð við Bob Dylan, Jimi Hendrix og Jefferson Airplane. Henni til halds og trausts verða meðal annars vinir hennar Flea úr Red Hot Chili Peppers og Paul Simonon úr hinni goðsagnakenndu sveit The Clash. Ég er bara hérna af því að ég elska Ísland því ég er ekki á tónleikaferð. Við vildum bara fá tækifæri til að heimsækja landið aftur, segir Patti rámri röddu. Minnist hún sérstaklega hestaferðar sem hún fór í síðast þegar hún kom hingað. Í þetta sinn mun hún dvelja í fjóra daga í íbúð í Reykjavík ásamt nítján ára dóttur sinni sem einnig spilar á tónleikunum. Nánara andrúmsloftAð sögn Patti verða tónleikarnir í Háskólabíói öðruvísi en á Nasa á síðasta ári. Þeir verða einfaldari en ég held að ákafinn og orkan verði ekkert minni. Það er gaman að spila órafmagnað. Textarnir verða mikilvægari og andrúmsloftið verður nánara. Þannig á maður líka oft meiri samskipti við áheyrendur. Það verður líka gaman að hafa dóttur mína með mér. Hún er að stíga sín fyrstu skref í tónleikahaldi og þetta er góð leið fyrir mig til að láta hana taka við keflinu af mér, segir hún. Hendrix var rokk og rólEins og áður sagði flytur Patti lög eftir áhrifavalda sína á næstu plötu sinni. Aðeins einn stendur þó upp úr. Jimi Hendrix var aðalrokkstjarnan. Ef fólk segir að Elvis hafi verið konungur rokksins segi ég allt í lagi, en þá var Jimi rokkið og rólið. Hann var nýjungagjarn, skapandi gítarleikari og hugsjónamaður. Hann hafði sterka návist og blandaði saman ljóðlist, byltingarhugsun og tónlist. Hann hafði mikil áhrif á mig. Rock Star er ekki rokkAðspurð segist Patti ekkert hafa fylgst með Rock Star: Supernova sem tröllríður nú öllu hér á landi. Ég myndi líklega ekki hafa gaman af honum. Ég hef ekki gaman af raunveruleikaþáttum sem búa á gervilegan hátt til rokksveitir. Vissulega er þetta skemmtun fyrir fólk en þetta er ekki lífrænt og eðlilegt. Fyrir mér er rokk og ról frábær rödd fyrir menninguna þar sem ljóðlist, pólitísk hugmyndafræði, tilfinnningasemi og kynorka er aðalaflið. Þegar menn ætla að breyta rokkinu í markaðsvöru eru menn á villigötum og eru ekki að nýta sér þennan frábæra miðil sem rokkið er, segir hún án þess að taka djúpt í árinni. Ákafur friðarsinniPatti hefur löngum þótt róttæk í pólitískum skoðunum sínum og hefur oft talað opinskátt gegn stjórnvöldum. Hún segist þó ekki vera stjórnleysingi í anda pönksins heldur fyrst og fremst ákafur friðarsinni. Núna hef ég meiri áhuga á að koma hugmyndum á framfæri í stað þess að brjóta gítara. Ég vil gagnrýna eyðileggingu umhverfisins, nánast hvert einasta stefnumál Bush-stjórnarinnar, sprengingarnar í Líbanon, ástandið í Darfur-héraði og alnæmi. Það er svo mikið sem ég þarf að tjá mig um að núna eru orð mikilvægari en brotinn gítar.
Rock Star Supernova Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira