Forverinn segir Magna helmingi betri 1. september 2006 00:01 Björgvin Jóhann Hreiðarsson "Það er dálítið hallærislegt að fara úr hljómsveit til að vera með fjölskyldunni og velja sér svo starf sem kokkur því þá er ég að vinna þegar aðrir eru í fríi. Þegar ég er búinn að læra hef ég vonandi meiri tíma til að sinna því sem mér er kærast," segir Björgvin sem er kokkanemi á Hótel Geysi. MYND/Anna Rún Kristjánsdóttir Björgvin Jóhann Hreiðarsson var upphaflegi söngvarinn í hljómsveitinni Á móti sól. Þegar Björgvin hætti tók Guðmundur Magni Ásgeirsson við en hann hefur slegið í gegn með hljómsveitinni sem og í sjónvarpsþættinum Rockstar:Supernova. „Ég var með í Á móti sól frá byrjun. Mig minnir að sveitin hafi verið stofnuð í kringum 1996-7 en ég hætti í september árið 1999. Ég átti orðið tvö börn og taldi tíma mínum betur helgað í að sinna fjölskyldunni,“ segir Björgvin Jóhann. „Magni var fljótur að læra þegar hann kom inn enda er hann snilldar listamaður.“ Söngvararnir þekkjast lítið en Björgvin er afar gagnrýnin á Magna. „Þar sem hann er arftaki minn er ég mjög krítískur á hann og segi mínar skoðanir hispurslaust, Vinir mínir hafa sagt að ég sé langt um betri söngvari en Magni. Ég held hins vegar að fólk sé að reyna að hlífa mér því hann er helmingi betri en ég var. Ég kemst ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana.“Söngvarinn fyrrverandi fylgist grannt með gömlu félögunum. „Ég er mjög ánægður með það sem þeir hafa verið að gera og mér finnst sveitin stefna í góða átt. Mér finnst að vísu að Heimir hljómborðsleikari mætti koma sínum lögum betur að því hann er brilljant lagasmiður og textahöfundur þó að hann eigi það til að vera út úr kú,“ segir Björgvin og bætir við. „Ég hef aldrei verið hrifinn af því þegar íslenskar sveitir eru að covera gömul íslensk lög. Í þeirra tilviki gerðu þeir það hins vegar mjög vel og það er kannski ekki síst söngnum hans Magna að þakka.“ Björgvin hefur fylgst með arftaka sínum í Á móti sól í sjónvarpsþættinum Rockstar: Supernova. „Ég er að vísu í þannig vinnu að það er erfitt að vera yfir sjónvarpinu. En ég hef fylgst með allri umræðunni um hann og mér hefur þótt hann standa sig vel,“ segir Björgvin. „Ég skil ekki alveg hvað er að gerast þegar hann hefur lent í þremur neðstu sætunum. Þetta er eitthvað kanasyndrom í gangi sem gerir það að verkum. Magni er náttúrlega Evrópubúi og þættirnir eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir Kanann.“ Rock Star Supernova Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fleiri fréttir „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sjá meira
Björgvin Jóhann Hreiðarsson var upphaflegi söngvarinn í hljómsveitinni Á móti sól. Þegar Björgvin hætti tók Guðmundur Magni Ásgeirsson við en hann hefur slegið í gegn með hljómsveitinni sem og í sjónvarpsþættinum Rockstar:Supernova. „Ég var með í Á móti sól frá byrjun. Mig minnir að sveitin hafi verið stofnuð í kringum 1996-7 en ég hætti í september árið 1999. Ég átti orðið tvö börn og taldi tíma mínum betur helgað í að sinna fjölskyldunni,“ segir Björgvin Jóhann. „Magni var fljótur að læra þegar hann kom inn enda er hann snilldar listamaður.“ Söngvararnir þekkjast lítið en Björgvin er afar gagnrýnin á Magna. „Þar sem hann er arftaki minn er ég mjög krítískur á hann og segi mínar skoðanir hispurslaust, Vinir mínir hafa sagt að ég sé langt um betri söngvari en Magni. Ég held hins vegar að fólk sé að reyna að hlífa mér því hann er helmingi betri en ég var. Ég kemst ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana.“Söngvarinn fyrrverandi fylgist grannt með gömlu félögunum. „Ég er mjög ánægður með það sem þeir hafa verið að gera og mér finnst sveitin stefna í góða átt. Mér finnst að vísu að Heimir hljómborðsleikari mætti koma sínum lögum betur að því hann er brilljant lagasmiður og textahöfundur þó að hann eigi það til að vera út úr kú,“ segir Björgvin og bætir við. „Ég hef aldrei verið hrifinn af því þegar íslenskar sveitir eru að covera gömul íslensk lög. Í þeirra tilviki gerðu þeir það hins vegar mjög vel og það er kannski ekki síst söngnum hans Magna að þakka.“ Björgvin hefur fylgst með arftaka sínum í Á móti sól í sjónvarpsþættinum Rockstar: Supernova. „Ég er að vísu í þannig vinnu að það er erfitt að vera yfir sjónvarpinu. En ég hef fylgst með allri umræðunni um hann og mér hefur þótt hann standa sig vel,“ segir Björgvin. „Ég skil ekki alveg hvað er að gerast þegar hann hefur lent í þremur neðstu sætunum. Þetta er eitthvað kanasyndrom í gangi sem gerir það að verkum. Magni er náttúrlega Evrópubúi og þættirnir eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir Kanann.“
Rock Star Supernova Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fleiri fréttir „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sjá meira