Sport

Arsenal-ferlinum er lokið

jose antonio reyes Er með heimþrá.
jose antonio reyes Er með heimþrá. MYND/Getty

Ef eitthvað er að marka spænska landsliðsmanninn Jose Antonio Reyes þá hefur hann leikið sinn síðasta leik í búningi Arsenal. Hann hefur margoft lýst yfir áhuga sínum á því að fara aftur heim til Spánar og bæði Real og Atletico Madrid hafa gert tilboð í hann en án árangurs.

Á meðan ekki berst nógu gott tilboð í hann verður hann áfram í herbúðum félagsins. Hann hefur samt ekkert leikið með liðinu á leiktíðinni og það mun ekki breytast eftir því sem hann segir.

"Það sem ég vil er að komast til Spánar. Ég mun ekki spila aftur á Englandi. Ég vil komast heim og er í raun sama hvort ég spila með Real Madrid, Atletico Madrid eða Sevilla. Ég vil bara komast heim," sagði Reyes sem virðist vera orðinn þunglyndur yfir ástandinu. Sevilla er hans gamla félag en það hefur ekki enn sent inn tilboð í kappann en hann virðist vera tilbúinn að leika hvar sem er svo framarlega sem það sé á Spáni en ekki á Englandi.

Hann gæti samt verið að lenda í vondum málum því leikmannamarkaðurinn lokar um mánaðamótin og eftir því sem Arsenal-menn segja hafa tilboðin sem þegar hafa komið verið nokkuð frá því sem þeir séu að hugsa um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×