Hvað gerir "Bikar-Höski" gegn Keflavík í kvöld? 28. ágúst 2006 12:15 Í kvöld mætast Víkingur og Keflavík í undanúrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn byrjar kl. 20.00 og er á Laugardalsvellinum. Víkingar hafa farið þrengslin á leið sinni í undanúrslitin. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika og unnu þann leik 2-1 þar sem Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, skoraði bæði mörk liðsins. Í 8 liða úrslitum mættu Víkingar Valsmönnum þar sem lokatölur urðu þær sömu og gegn FH, 2-1. Aftur var það Höskuldur Eiríksson sem kom liði sínu áfram, skoraði sigurmarkið eftir að Daníel Hjaltason hafði jafnað leikinn fyrir Víkinga. Höskuldur er því ekki kallaður annað en "Bikar-Höski" þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í kvöld. Ekki verður síður spennandi að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings, og Guðmundar Mete, varnarmanns Keflavíkur, en Daníel fór ófögrum orðum um Guðmund á heimasíðu sinni á dögunum og ásakaði hann um alls kyns fautaskap á vellinum sem og að hafa hótað sér lífláti. Keflvíkingar mættu Leikni Reykjavík á útivelli í 16 liða úrslitum og sigruðu örugglega 3-0. Stefán Örn Arnarson skoraði tvö mörk í leiknum og Guðmundur Steinarsson eitt. Keflvíkingar fóru svo upp á Skaga í 8 liða úrslitum og mættu ÍA í hörkuleik. Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og þeir Þórarinn B. Kristjánsson og Símun E. Samuelsen sitt markið hvor í 4-3 sigri Keflvíkinga. "Ég held að þetta verði þrælskemmtilegur leikur og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings. Höskuldur sagðist hálfpartinn vorkenna Keflvíkingunum því Víkingar ætli sér að mæta mjög grimmir í þennan leik eftir að hafa fengið á sig mark á síðustu sekúndunum í leik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku. "Þetta leggst bara vel í mig og ég á von á mjög skemmtilegum leik. Þetta eru búnir að vera mjög spennandi leikir á milli liðanna í deildinni í sumar," sagði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga. Keflvíkingar léku illa í síðasta leik gegn ÍA í deildinni en Guðmundur sagði að Keflvíkingar væru staðráðnir í að taka sig saman í andlitinu. "Allir leikmenn okkar átta sig alveg á því hvað fór úrskeiðis gegn ÍA og það er mjög einfalt að laga það. Við mætum endurnærðir og hungraðir í þennan leik," sagði Guðmundur að lokum. Íþróttir Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
Í kvöld mætast Víkingur og Keflavík í undanúrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn byrjar kl. 20.00 og er á Laugardalsvellinum. Víkingar hafa farið þrengslin á leið sinni í undanúrslitin. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika og unnu þann leik 2-1 þar sem Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, skoraði bæði mörk liðsins. Í 8 liða úrslitum mættu Víkingar Valsmönnum þar sem lokatölur urðu þær sömu og gegn FH, 2-1. Aftur var það Höskuldur Eiríksson sem kom liði sínu áfram, skoraði sigurmarkið eftir að Daníel Hjaltason hafði jafnað leikinn fyrir Víkinga. Höskuldur er því ekki kallaður annað en "Bikar-Höski" þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í kvöld. Ekki verður síður spennandi að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings, og Guðmundar Mete, varnarmanns Keflavíkur, en Daníel fór ófögrum orðum um Guðmund á heimasíðu sinni á dögunum og ásakaði hann um alls kyns fautaskap á vellinum sem og að hafa hótað sér lífláti. Keflvíkingar mættu Leikni Reykjavík á útivelli í 16 liða úrslitum og sigruðu örugglega 3-0. Stefán Örn Arnarson skoraði tvö mörk í leiknum og Guðmundur Steinarsson eitt. Keflvíkingar fóru svo upp á Skaga í 8 liða úrslitum og mættu ÍA í hörkuleik. Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og þeir Þórarinn B. Kristjánsson og Símun E. Samuelsen sitt markið hvor í 4-3 sigri Keflvíkinga. "Ég held að þetta verði þrælskemmtilegur leikur og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings. Höskuldur sagðist hálfpartinn vorkenna Keflvíkingunum því Víkingar ætli sér að mæta mjög grimmir í þennan leik eftir að hafa fengið á sig mark á síðustu sekúndunum í leik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku. "Þetta leggst bara vel í mig og ég á von á mjög skemmtilegum leik. Þetta eru búnir að vera mjög spennandi leikir á milli liðanna í deildinni í sumar," sagði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga. Keflvíkingar léku illa í síðasta leik gegn ÍA í deildinni en Guðmundur sagði að Keflvíkingar væru staðráðnir í að taka sig saman í andlitinu. "Allir leikmenn okkar átta sig alveg á því hvað fór úrskeiðis gegn ÍA og það er mjög einfalt að laga það. Við mætum endurnærðir og hungraðir í þennan leik," sagði Guðmundur að lokum.
Íþróttir Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira