Sport

HK með annan fótinn í úrvalsdeild

á leið upp Jón Þorgrímur og félagar á HK stefna hraðbyri upp í úrvalsdeild.
á leið upp Jón Þorgrímur og félagar á HK stefna hraðbyri upp í úrvalsdeild.

HK tók á móti Þór frá Akureyri í gær og vann öruggan sigur, 4-0. Með þessum sigri náði HK 5 stiga forystu á Fjölni þegar tveir leikir eru eftir. Fram hefur þegar tryggt sér sæti í efstu deild á næsta ári og HK er með pálmann í höndunum eftir sigurinn í gær.

"Það er ekkert öruggt, við erum ekki farnir að fagna ennþá," sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK, eftir sigurinn í gær. HK mætir Víkingi Ólafsvík í næstu umferð á Kópavogsvelli og Gunnar sagði að hans menn ætluðu sér að tryggja sér úrvalsdeildarsætið í þeim leik. "Víkingur Ólafsvík er í svipaðri stöðu og Þór er í, félagið er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni og við þurfum að mæta mjög einbeittir í þann leik.

Það kom mjög á óvart hvað það var lítil barátta í Þórsurunum í dag, þeir voru fljótir að gefast upp. Strákarnir hafa verið mjög einbeittir og vita hvað er í húfi og þeir fara ekkert að slaka á á síðustu metrunum," sagði Gunnar.

"Ef við erum í einu af tveimur efstu sætunum í lok tímabilsins þá eigum við erindi í efstu deild," sagði kátur þjálfari HK í gær.

Finnbogi Llorentz, Hermann Geir Þórsson, Stefán Eggertsson og Ólafur V. Júlíusson skoruðu mörk HK í leiknum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×