Fimm Íslendingar eftirlýstir af Interpol 26. ágúst 2006 08:00 Fíkniefni Kókaín Fimm manns eru eftirlýstir af Interpol vegna brota sem framin voru hérlendis, þar af einn útlendingur, samkvæmt upplýsingum alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra. Þá er einn Íslendingur til viðbótar eftirlýstur vegna brota sem hann framdi erlendis. Þrjú þessara mála eru nauðgunarmál. Einn maðurinn hefur verið kærður fyrir nauðgun en stakk af áður en tókst að birta honum ákæruna. Tveir mannanna, annar þeirra Davíð Garðarsson, hafa verið dæmdir fyrir nauðgun en flúðu úr landi áður en þeir afplánuðu refsinguna. Hinir tveir sem brutu af sér hérlendis eiga styttri dóma yfir höfði sér fyrir smærri brot. Fimmti Íslendingurinn er á flótta undan réttvísinni vegna brots sem hann framdi erlendis, og er þar um peningaþvætti að ræða. Sá sem lengst hefur verið eftirlýstur af Interpol hefur verið það frá árinu 2003. Davíð Garðarsson, sem á eftir að afplána tveggja og hálfs árs dóm vegna nauðgunar á Íslandi, hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dvalið í Brasilíu í talsverðan tíma undanfarið en er nú staddur í Amsterdam. Hlynur Smári Sigurðsson, 23 ára Íslendingur, sagði í Fréttablaðinu í gær frá skelfilegri reynslu af fangavist í Brasilíu, en hann hefur dúsað í fangelsi í bænum Porto Seguro frá því að hann var handtekinn fyrir að reyna að smygla tveimur kíló af kókaíni úr landi fyrir þremur mánuðum. Þar hefur verið reynt að myrða hann margsinnis, hann gengur um með tálgaðan tannbursta og hefur stungið samfanga sinn í sjálfsvörn. Utanríkisráðuneytið hefur aðstoðað Hlyn, og annan Íslending sem handtekinn var í Brasilíu með 12 kíló af hassi í fórum sínum á dögnum, við að útvega þeim lögfræðiaðstoð. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins, hefur mál Hlyns ekki verið tekið til skoðunar að öðru leyti. Við erum ekkert að velta þessu fyrir okkur. Dómur hefur ekki fallið í málinu og því er það ekki á því stigi að það sé til umræðu hjá okkur. Pétur segir að ef ráðuneytið á að beita sér fyrir því að Íslendingur afpláni dóm á Íslandi sem hann hlýtur erlendis þá þurfi ráðuneytinu að berast undirrituð beiðni um það frá viðkomandi sakamanni. Innlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Fimm manns eru eftirlýstir af Interpol vegna brota sem framin voru hérlendis, þar af einn útlendingur, samkvæmt upplýsingum alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra. Þá er einn Íslendingur til viðbótar eftirlýstur vegna brota sem hann framdi erlendis. Þrjú þessara mála eru nauðgunarmál. Einn maðurinn hefur verið kærður fyrir nauðgun en stakk af áður en tókst að birta honum ákæruna. Tveir mannanna, annar þeirra Davíð Garðarsson, hafa verið dæmdir fyrir nauðgun en flúðu úr landi áður en þeir afplánuðu refsinguna. Hinir tveir sem brutu af sér hérlendis eiga styttri dóma yfir höfði sér fyrir smærri brot. Fimmti Íslendingurinn er á flótta undan réttvísinni vegna brots sem hann framdi erlendis, og er þar um peningaþvætti að ræða. Sá sem lengst hefur verið eftirlýstur af Interpol hefur verið það frá árinu 2003. Davíð Garðarsson, sem á eftir að afplána tveggja og hálfs árs dóm vegna nauðgunar á Íslandi, hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dvalið í Brasilíu í talsverðan tíma undanfarið en er nú staddur í Amsterdam. Hlynur Smári Sigurðsson, 23 ára Íslendingur, sagði í Fréttablaðinu í gær frá skelfilegri reynslu af fangavist í Brasilíu, en hann hefur dúsað í fangelsi í bænum Porto Seguro frá því að hann var handtekinn fyrir að reyna að smygla tveimur kíló af kókaíni úr landi fyrir þremur mánuðum. Þar hefur verið reynt að myrða hann margsinnis, hann gengur um með tálgaðan tannbursta og hefur stungið samfanga sinn í sjálfsvörn. Utanríkisráðuneytið hefur aðstoðað Hlyn, og annan Íslending sem handtekinn var í Brasilíu með 12 kíló af hassi í fórum sínum á dögnum, við að útvega þeim lögfræðiaðstoð. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins, hefur mál Hlyns ekki verið tekið til skoðunar að öðru leyti. Við erum ekkert að velta þessu fyrir okkur. Dómur hefur ekki fallið í málinu og því er það ekki á því stigi að það sé til umræðu hjá okkur. Pétur segir að ef ráðuneytið á að beita sér fyrir því að Íslendingur afpláni dóm á Íslandi sem hann hlýtur erlendis þá þurfi ráðuneytinu að berast undirrituð beiðni um það frá viðkomandi sakamanni.
Innlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira