Innlent

Klætt að utan með hrafntinnu

Þjóðleikhúsið verður að hluta til klætt að utan með hrafntinnu. Þetta er gert til þess að viðhalda sama útliti og var á húsinu áður, en það var áður klætt með svipaðri blöndu grjótmulnings og nú verður gert.

„Hrafntinnan er ekkert mikið dýrari en annar grjótmulningur,“ segir Magnús Haraldsson frá verktakafyrirtækinu Magnús og Steingrímur sem sjá um endurbæturnar. „Hún er vissulega sjaldgæfari en margar aðrar tegundir en þetta er bara spurning um að finna hana hérna á landinu.“ - sþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×