Flýr Interpol til Brasilíu 25. ágúst 2006 07:45 Davíð Garðarsson Flúði land áður en hann hóf afplánun tæplega þriggja ára dóms vegna nauðgunar og dvelur nú samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brasilíu ásamt öðrum íslenskum einstaklingi með langa sakaskrá. Mynd/Þök Fyrir utan tvo Íslendinga sem sitja í varðhaldi þar fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að minnst tveir aðrir dæmdir íslenskir glæpamenn dvelji þar nú. Annars þeirra, Davíðs Garðarssonar, er leitað af Interpol þar sem hann hefur ekki afplánað tveggja og hálfs árs dóm hérlendis vegna hrottalegrar nauðgunar fyrir tveimur árum. Enginn framsalssamningur er milli Brasilíu og Íslands. Hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra fékkst staðfest að Davíðs er leitað í samvinnu við Interpol en hann flýði land í vetur og hefur haldið til í Evrópu að mestu síðan þá. Á hann eftir að afplána dóm, sem féll í desember síðastliðnum fyrir Hæstarétti. Hann var dæmdur fyrir að hafa þvingað fyrrverandi kærustu sína til samræðis með því að hóta henni með dúkahníf. Á Davíð þar að auki að baki langan sakaferil því hann hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl, líkamsárásir og önnur minni brot. Samkvæmt heimildum dvelur Davíð þessa dagana í Brasilíu ásamt Sverri Þór Gunnarssyni, sem hlaut sjö og hálfs árs dóm í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Sverrir er þó ekki eftirlýstur enda sat hann þann dóm af sér. Smári Sigurðsson hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að ekki sé framsalssamningur milli Íslands og Brasilíu en segir það ekki skipta öllu máli. Fordæmi séu til um að eftirlýstir menn séu framseldir og fluttir milli landa þó að ekki sé til formlegur samningur þess efnis. Það skipti því engu höfuðmáli, komi í ljós að Davíð Garðarsson sé þar staddur. Innlent Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Fyrir utan tvo Íslendinga sem sitja í varðhaldi þar fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að minnst tveir aðrir dæmdir íslenskir glæpamenn dvelji þar nú. Annars þeirra, Davíðs Garðarssonar, er leitað af Interpol þar sem hann hefur ekki afplánað tveggja og hálfs árs dóm hérlendis vegna hrottalegrar nauðgunar fyrir tveimur árum. Enginn framsalssamningur er milli Brasilíu og Íslands. Hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra fékkst staðfest að Davíðs er leitað í samvinnu við Interpol en hann flýði land í vetur og hefur haldið til í Evrópu að mestu síðan þá. Á hann eftir að afplána dóm, sem féll í desember síðastliðnum fyrir Hæstarétti. Hann var dæmdur fyrir að hafa þvingað fyrrverandi kærustu sína til samræðis með því að hóta henni með dúkahníf. Á Davíð þar að auki að baki langan sakaferil því hann hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl, líkamsárásir og önnur minni brot. Samkvæmt heimildum dvelur Davíð þessa dagana í Brasilíu ásamt Sverri Þór Gunnarssyni, sem hlaut sjö og hálfs árs dóm í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Sverrir er þó ekki eftirlýstur enda sat hann þann dóm af sér. Smári Sigurðsson hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að ekki sé framsalssamningur milli Íslands og Brasilíu en segir það ekki skipta öllu máli. Fordæmi séu til um að eftirlýstir menn séu framseldir og fluttir milli landa þó að ekki sé til formlegur samningur þess efnis. Það skipti því engu höfuðmáli, komi í ljós að Davíð Garðarsson sé þar staddur.
Innlent Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira