Skólastofurnar eru opnar og kennslustundir mislangar 24. ágúst 2006 07:45 Í skólanum eru allar skólastofur opnar og kennslustundir mislangar. „Við byrjuðum á heimsóknum til nemenda í fyrra, á fyrsta starfsári skólans, og þær hafa mælst vel fyrir,“ segir Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, um heimsóknir til nemenda í upphafi skólaárs. Sif segir að tveir starfsmenn skólans fari heim til hvers nemanda og að allir starfsmenn skólans séu þátttakendur í þessu verkefni. Í heimsóknunum er farið yfir áherslur vetrarins og spjallað við börnin á léttum nótum og segir Sif þetta mikilvægan lið í að viðhalda góðum samskiptum á milli heimilis og skóla. Norðlingaskóli er fámennasti skólinn í Reykjavík, með rúmlega hundrað nemendur, en búast má við að þeir verði 130 í lok vetrar. Hugmyndina að því að heimsækja nemendur fékk Sif í Hallormsstaðaskóla þar sem hún var skólastjóri en þar hefur þessi háttur verið hafður á í yfir tuttugu ár. Heimsóknir nemenda eru ekki eina nýjungin í skólastarfi Norðlingaskóla en þar eru allar kennslustofur opnar og kennslustundir mislangar en ekki fjörutíu mínútur eins og venjan er. „Hvert barn fer á sínum hraða í gegnum námið og áhersla er lögð á að þau einbeiti sér að því sem þau hafa áhuga á. Þrjá daga yfir veturinn eru svokallaðir foreldraskóladagar en þessa daga setjast foreldar á skólabekk og nemendurnir kenna þeim það sem þeir eru að læra.“ Sif segir mikla áherslu vera lagða á óformleg samskipti í skólastarfinu og foreldrar koma gjarnan að morgni dags í skólann til að spjalla við kennarana. Við skólasetningu Norðlingaskóla í gær sveif andi hins óhefðbundna skólastarfs yfir vötnunum en í tilefni setningarinnar voru grillaðar pylsur við skólann. Júlíus Vífill Ingvarsson, nýr formaður menntaráðs, var viðstaddur setninguna. Ein af þeim nýjungum sem Norðlingaskóli hyggst bjóða upp á er útikennslustofa neðar í hverfinu en mastersnemar í útikennslu munu koma frá Bergen og aðstoða við hönnun á svæðinu. Sif segir að í skólastarfinu sé lögð áhersla á tengsl við náttúruna og að fyrstu tvær vikur skólastarfsins muni fara fram meira og minna undir berum himni. Sif segir allar þessar nýjungar hafa mælst vel fyrir og að nemendur, foreldrar og kennarar séu ánægðir með starfshætti skólans. Innlent Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
„Við byrjuðum á heimsóknum til nemenda í fyrra, á fyrsta starfsári skólans, og þær hafa mælst vel fyrir,“ segir Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, um heimsóknir til nemenda í upphafi skólaárs. Sif segir að tveir starfsmenn skólans fari heim til hvers nemanda og að allir starfsmenn skólans séu þátttakendur í þessu verkefni. Í heimsóknunum er farið yfir áherslur vetrarins og spjallað við börnin á léttum nótum og segir Sif þetta mikilvægan lið í að viðhalda góðum samskiptum á milli heimilis og skóla. Norðlingaskóli er fámennasti skólinn í Reykjavík, með rúmlega hundrað nemendur, en búast má við að þeir verði 130 í lok vetrar. Hugmyndina að því að heimsækja nemendur fékk Sif í Hallormsstaðaskóla þar sem hún var skólastjóri en þar hefur þessi háttur verið hafður á í yfir tuttugu ár. Heimsóknir nemenda eru ekki eina nýjungin í skólastarfi Norðlingaskóla en þar eru allar kennslustofur opnar og kennslustundir mislangar en ekki fjörutíu mínútur eins og venjan er. „Hvert barn fer á sínum hraða í gegnum námið og áhersla er lögð á að þau einbeiti sér að því sem þau hafa áhuga á. Þrjá daga yfir veturinn eru svokallaðir foreldraskóladagar en þessa daga setjast foreldar á skólabekk og nemendurnir kenna þeim það sem þeir eru að læra.“ Sif segir mikla áherslu vera lagða á óformleg samskipti í skólastarfinu og foreldrar koma gjarnan að morgni dags í skólann til að spjalla við kennarana. Við skólasetningu Norðlingaskóla í gær sveif andi hins óhefðbundna skólastarfs yfir vötnunum en í tilefni setningarinnar voru grillaðar pylsur við skólann. Júlíus Vífill Ingvarsson, nýr formaður menntaráðs, var viðstaddur setninguna. Ein af þeim nýjungum sem Norðlingaskóli hyggst bjóða upp á er útikennslustofa neðar í hverfinu en mastersnemar í útikennslu munu koma frá Bergen og aðstoða við hönnun á svæðinu. Sif segir að í skólastarfinu sé lögð áhersla á tengsl við náttúruna og að fyrstu tvær vikur skólastarfsins muni fara fram meira og minna undir berum himni. Sif segir allar þessar nýjungar hafa mælst vel fyrir og að nemendur, foreldrar og kennarar séu ánægðir með starfshætti skólans.
Innlent Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira