Hross sturluðust á Menningarnótt 22. ágúst 2006 07:45 Þórarinn jónasson hestabóndi Segist þekkja dæmi þess að hross hlaupi fram af klettum vegna ofsahræðslu af völdum flugelda. Þau tryllast af hræðslu og hlaupa í gegnum girðingar á fullri ferð þegar svona læti byrja eins og í flugeldasýningunni á laugardaginn, og þá halda engar girðingar, segir Þórarinn Jónasson hjá hestaleigunni Laxnesi í Mosfellsdal. Hann segir hross sín hafa fyllst mikilli skelfingu meðan á flugeldasýningunni stóð þrátt fyrir að hafa verið töluvert frá sýningunni. Hross olli banaslysi á Vesturlandsvegi um miðnætti á Menningarnótt. Tvö hross hlupu í skelfingu sinni í gegnum girðingu í hesthúsahverfinu í Leirvogi og upp á veg. Þar ók bifreið á annað hrossið með þeim afleiðingum að bifreiðin kastaðist til og lenti framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Maður á fimmtugsaldri lést í árekstrinum og annar liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans. Morguninn eftir stóðu hestarnir mínir, sem eru um áttatíu talsins, enn allir saman í hnipri efst uppi í horni við girðinguna hjá mér dauðskelkaðir mörgum klukkutímum eftir flugeldasýninguna, segir Þórarinn. Hann segist þekkja dæmi þess að hross hafi hlaupið fram af klettum í ofsahræðslu vegna flugelda. Á gamlárskvöld hafa menn brugðið á það ráð að loka öll hrossin inni og hækka í útvarpstækjum upp úr öllu valdi til að koma í veg fyrir að hrossin heyri sprengingarnar. Flugeldasýningin á laugardagskvöldið var sú stærsta hingað til á Menningarnótt að sögn skipuleggjanda. Þar að auki var hún í fyrsta skipti höfð úti á sjó og telur Þórarinn að það hafi orsakað meiri skelfingu hjá hrossum en ella. Sýningin var nær okkur og á opnara svæði og sprengingarnar glumdu hér yfir öllu, segir Þórarinn. Hesthúsahverfið sem hrossin sluppu úr er við sjóinn og því í næsta umhverfi við sýninguna. Að sögn Sifjar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra viðburða hjá Höfuðborgarstofu, var ekki haft samband við dýraeigendur í aðdraganda flugeldasýningarinnar til að vara sérstaklega við mögulegum áhrifum hennar á dýr. Þá var ekki beint til dýraeigenda að halda dýrum sínum innandyra meðan á henni stæði. Flugeldasýningin hefur aldrei verið jafn vel kynnt og í ár. En stjórn Menningarnætur hafði ekki samband sérstaklega við dýraeigendur og það hefur hún aldrei gert þau ár sem flugeldasýningin hefur verið haldin, sagði Sif. Hjá Húsdýragarðinum í Laugardal er gripið til sérstakra ráðstafana fyrir flugeldasýninguna á Menningarnótt sem og gamlárskvöld. Þá eru dýrin lokuð inni á meðan lætin standa yfir. Að sögn Óskars Þór Sigurðssonar lögreglufulltrúa verður málið rannsakað af lögreglunni næstu daga. Vegalengdin frá girðingunni þar sem hrossin voru og að slysstað verður skoðuð. Út frá vegalengdinni komumst við vonandi að því hvort hrossin fældust vegna flugeldasýningarinnar sem haldin var í tengslum við Menningarnótt eða hvort aðrir aðilar hafi skotið upp flugeldum með þeim afleiðingum að hrossin fældust. Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Þau tryllast af hræðslu og hlaupa í gegnum girðingar á fullri ferð þegar svona læti byrja eins og í flugeldasýningunni á laugardaginn, og þá halda engar girðingar, segir Þórarinn Jónasson hjá hestaleigunni Laxnesi í Mosfellsdal. Hann segir hross sín hafa fyllst mikilli skelfingu meðan á flugeldasýningunni stóð þrátt fyrir að hafa verið töluvert frá sýningunni. Hross olli banaslysi á Vesturlandsvegi um miðnætti á Menningarnótt. Tvö hross hlupu í skelfingu sinni í gegnum girðingu í hesthúsahverfinu í Leirvogi og upp á veg. Þar ók bifreið á annað hrossið með þeim afleiðingum að bifreiðin kastaðist til og lenti framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Maður á fimmtugsaldri lést í árekstrinum og annar liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans. Morguninn eftir stóðu hestarnir mínir, sem eru um áttatíu talsins, enn allir saman í hnipri efst uppi í horni við girðinguna hjá mér dauðskelkaðir mörgum klukkutímum eftir flugeldasýninguna, segir Þórarinn. Hann segist þekkja dæmi þess að hross hafi hlaupið fram af klettum í ofsahræðslu vegna flugelda. Á gamlárskvöld hafa menn brugðið á það ráð að loka öll hrossin inni og hækka í útvarpstækjum upp úr öllu valdi til að koma í veg fyrir að hrossin heyri sprengingarnar. Flugeldasýningin á laugardagskvöldið var sú stærsta hingað til á Menningarnótt að sögn skipuleggjanda. Þar að auki var hún í fyrsta skipti höfð úti á sjó og telur Þórarinn að það hafi orsakað meiri skelfingu hjá hrossum en ella. Sýningin var nær okkur og á opnara svæði og sprengingarnar glumdu hér yfir öllu, segir Þórarinn. Hesthúsahverfið sem hrossin sluppu úr er við sjóinn og því í næsta umhverfi við sýninguna. Að sögn Sifjar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra viðburða hjá Höfuðborgarstofu, var ekki haft samband við dýraeigendur í aðdraganda flugeldasýningarinnar til að vara sérstaklega við mögulegum áhrifum hennar á dýr. Þá var ekki beint til dýraeigenda að halda dýrum sínum innandyra meðan á henni stæði. Flugeldasýningin hefur aldrei verið jafn vel kynnt og í ár. En stjórn Menningarnætur hafði ekki samband sérstaklega við dýraeigendur og það hefur hún aldrei gert þau ár sem flugeldasýningin hefur verið haldin, sagði Sif. Hjá Húsdýragarðinum í Laugardal er gripið til sérstakra ráðstafana fyrir flugeldasýninguna á Menningarnótt sem og gamlárskvöld. Þá eru dýrin lokuð inni á meðan lætin standa yfir. Að sögn Óskars Þór Sigurðssonar lögreglufulltrúa verður málið rannsakað af lögreglunni næstu daga. Vegalengdin frá girðingunni þar sem hrossin voru og að slysstað verður skoðuð. Út frá vegalengdinni komumst við vonandi að því hvort hrossin fældust vegna flugeldasýningarinnar sem haldin var í tengslum við Menningarnótt eða hvort aðrir aðilar hafi skotið upp flugeldum með þeim afleiðingum að hrossin fældust.
Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira