Landlæknir segir brýna þörf á úrræðum fyrir feit börn 22. ágúst 2006 08:00 Sigurður Guðmundsson Fimmtán til tuttugu einstaklingar undir tvítugu bíða eftir þjónustu næringarsviðs Reykjalundar, að sögn Lúðvíks Guðmundssonar, læknis deildarinnar. Hann segir úrræði vanta fyrir börn og unglinga sem eiga við offituvandamál að stríða. Lúðvík segir ungt fólk yfirleitt ekki komið með líkamleg einkenni vegna offitunnar en félagsleg vandamál þessa aldursflokks séu aftur á móti meira áberandi. "Ungt fólk er í meirihluta þeirra sem sækja þjónustu hjá okkur og meðalaldur þeirra sem hafa farið í gegnum meðferð á næringarsviði eru 35 ár." Lúðvík segir þetta uggvænlega þróun, ekki síst í ljósi þess að miklar líkur séu á að barn sem orðið er of feitt tólf til fjórtán ára eigi við langvarandi offituvandamál að stríða. "Meðal eldra fólks eru líkamleg einkenni offitunnar algeng en hættuleg offita er það kallað þegar offitan er farin að hafa áhrif á líkamsstarfsemina." Lúðvík segir afleiðingarnar geta verið margvíslegar en segir þær alvarlegustu vera álag á hjarta- og æðakerfi, sykursýki, of háa blóðfitu, kæfisvefn og auknar líkur á kransæðastíflu. "Við þetta bætist svo brengluð hormónastarfsemi hjá konum sem getur valdið ófrjósemi ásamt auknum líkum á vandamálum í kringum meðgöngu og fæðingu." Lúðvík segir einstakling teljast hættulega feitan þegar líkamsþyngdarstuðull viðkomandi er kominn yfir fjörutíu. "Við þessar aðstæður er einstaklingur kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd. Þannig á karlmaður sem er 180 sentímetrar á hæð að vera 82-83 kíló. Þegar viðkomandi er kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd er hann orðinn 130 kíló eða meira." Lúðvík segir offitu einnig geta valdið stoðkerfisvandamálum, eins og slitgigt, sem ekki teljast hættuleg en hafi mikil áhrif á lífsgæði fólks. Sigurður Guðmundsson landlæknir tekur undir með Lúðvík um að úrræði vanti til að takast á við offituvandamál barna og segir þörfina orðna mjög brýna. "Fólk er ekki aðeins að leita með börn sín til Reykjalundar vegna offitu heldur einnig til heilsugæslustöðva og þangað er leitað með yngri börn en Lúðvík getur um hér að framan." Sigurður segir tölur staðfesta að íslensk börn séu feitlagnari nú en fyrir tíu árum síðan og að nú teljist eitt af hverjum fimm börnum of þung og eitt af hverjum tuttugu eigi við offituvandamál að stríða. Sigurður segir ekki mega líta framhjá mikilvægi forvarna þegar kemur að offitu og segir skólamötuneyti og íþróttatíma í skóla ákveðinn lykil að því að sporna við offitu. Sigurður segir að þrátt fyrir aukinn kostnað heilbrigðiskerfisins vegna offitu sé það staðreynd að offituaðgerðir séu í hópi þeirra aðgerða sem beri bestan árangur og að þeir fjármunir skili sér aftur til þjóðfélagsins í formi bættrar heilsu og starfsorku viðkomandi. "Offita er samspil erfða og umhverfis og vitneskja um erfðaþáttinn er alltaf að aukast en nú er búið að finna fimm gen sem auka líkur á offitu. Hlutur samfélagsins er einnig stór og talið er að samfélagsþættir eins og offramboð á afþreyingu og óhollum mat eigi sinn þátt í aukinni offitu." Sigurður segir ekki hægt að benda á eitt kerfi sem eigi að taka á vandamálum vegna offitu en segir þetta verða að vera sambland forvarna og meðferðar fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna ofþyngdar sinnar. Innlent Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Fimmtán til tuttugu einstaklingar undir tvítugu bíða eftir þjónustu næringarsviðs Reykjalundar, að sögn Lúðvíks Guðmundssonar, læknis deildarinnar. Hann segir úrræði vanta fyrir börn og unglinga sem eiga við offituvandamál að stríða. Lúðvík segir ungt fólk yfirleitt ekki komið með líkamleg einkenni vegna offitunnar en félagsleg vandamál þessa aldursflokks séu aftur á móti meira áberandi. "Ungt fólk er í meirihluta þeirra sem sækja þjónustu hjá okkur og meðalaldur þeirra sem hafa farið í gegnum meðferð á næringarsviði eru 35 ár." Lúðvík segir þetta uggvænlega þróun, ekki síst í ljósi þess að miklar líkur séu á að barn sem orðið er of feitt tólf til fjórtán ára eigi við langvarandi offituvandamál að stríða. "Meðal eldra fólks eru líkamleg einkenni offitunnar algeng en hættuleg offita er það kallað þegar offitan er farin að hafa áhrif á líkamsstarfsemina." Lúðvík segir afleiðingarnar geta verið margvíslegar en segir þær alvarlegustu vera álag á hjarta- og æðakerfi, sykursýki, of háa blóðfitu, kæfisvefn og auknar líkur á kransæðastíflu. "Við þetta bætist svo brengluð hormónastarfsemi hjá konum sem getur valdið ófrjósemi ásamt auknum líkum á vandamálum í kringum meðgöngu og fæðingu." Lúðvík segir einstakling teljast hættulega feitan þegar líkamsþyngdarstuðull viðkomandi er kominn yfir fjörutíu. "Við þessar aðstæður er einstaklingur kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd. Þannig á karlmaður sem er 180 sentímetrar á hæð að vera 82-83 kíló. Þegar viðkomandi er kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd er hann orðinn 130 kíló eða meira." Lúðvík segir offitu einnig geta valdið stoðkerfisvandamálum, eins og slitgigt, sem ekki teljast hættuleg en hafi mikil áhrif á lífsgæði fólks. Sigurður Guðmundsson landlæknir tekur undir með Lúðvík um að úrræði vanti til að takast á við offituvandamál barna og segir þörfina orðna mjög brýna. "Fólk er ekki aðeins að leita með börn sín til Reykjalundar vegna offitu heldur einnig til heilsugæslustöðva og þangað er leitað með yngri börn en Lúðvík getur um hér að framan." Sigurður segir tölur staðfesta að íslensk börn séu feitlagnari nú en fyrir tíu árum síðan og að nú teljist eitt af hverjum fimm börnum of þung og eitt af hverjum tuttugu eigi við offituvandamál að stríða. Sigurður segir ekki mega líta framhjá mikilvægi forvarna þegar kemur að offitu og segir skólamötuneyti og íþróttatíma í skóla ákveðinn lykil að því að sporna við offitu. Sigurður segir að þrátt fyrir aukinn kostnað heilbrigðiskerfisins vegna offitu sé það staðreynd að offituaðgerðir séu í hópi þeirra aðgerða sem beri bestan árangur og að þeir fjármunir skili sér aftur til þjóðfélagsins í formi bættrar heilsu og starfsorku viðkomandi. "Offita er samspil erfða og umhverfis og vitneskja um erfðaþáttinn er alltaf að aukast en nú er búið að finna fimm gen sem auka líkur á offitu. Hlutur samfélagsins er einnig stór og talið er að samfélagsþættir eins og offramboð á afþreyingu og óhollum mat eigi sinn þátt í aukinni offitu." Sigurður segir ekki hægt að benda á eitt kerfi sem eigi að taka á vandamálum vegna offitu en segir þetta verða að vera sambland forvarna og meðferðar fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna ofþyngdar sinnar.
Innlent Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira