Sport

Arnar og Íris vörðu titlana

Arnar Sigurðsson varð í gær Íslandsmeistari í tennis tíunda árið í röð. Hann bar sigurorð af Raj Bonifacius í úrslitaleik í tveimur settum, 6-3 og 6-1. Í kvennaflokki varði Íris Staup Íslandsmeistaratitil sinn en hún sigraði Sigurlaugu Sigurðardóttur í úrslitum 6-1 og 6-1. Íris og Rakel Pétursdóttir urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna en þær sigruðu Söndru Dís Kristjánsdóttur og Guðrúnu Óskarsdóttur 6-1 og 6-3. Í karlaflokki urðu Arnar og Raj Íslandsmeistarar í tvíliðaleik án þess að keppa þar sem Andri Jónsson og Jón Axel Jónsson neyddust til að gefa leikinn vegna meiðsla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×