Íslendingur segir lögreglu í Ísrael hafa misþyrmt sér 10. ágúst 2006 07:45 Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum var handtekinn í Jerúsalem fyrir rúmri viku þar sem hann tók þátt í mótmælum við bandarísku ræðismannsskrifstofuna. Maðurinn, Qussay Odeh, segir lögreglumenn hafa barið hann ítrekað ásamt því að hafa notað táragas til að yfirbuga hann. Eftir það hafi hann þurft að sitja í stofufangelsi í fimm daga. Við vorum milli þrjátíu og fjörutíu manns þarna fyrir utan bandarísku ræðismannsskrifstofuna í Jerúsalem. Þarna voru jafnt útlendingar, Ísraelar og Palestínumenn að mótmæla stríðinu í Líbanon og Palestínu, segir Qussay. Ég var rétt nýkominn á staðinn þegar lögreglusveit kemur og byrjar að lemja fólk og sprauta táragasi. Þeir handtóku mig ásamt fimm öðrum sem voru viðstaddir mótmælin. Hann segir þeim sem handteknir voru hafa verið haldið í fimm klukkustundir á lögreglustöð áður en þeim var sleppt. Þá hafi fimm daga stofufangelsi tekið við. Ég er aumur í baki, hálsi og höndunum eftir þetta. Þessi mótmæli voru friðsamleg á allan hátt, við stóðum þarna með spjöld að mótmæla stríðinu. Qussay segist hafa fengið ábendingar frá fólki um að kæra ekki, það hefði ekkert upp á sig. Ég ætlaði að kæra þetta en mér hefur verið bent á að sleppa því vegna þess að það gerist ekki neitt. Ég fór á sjúkrahús daginn eftir og fékk vottorð, en ég er efins um að ég kæri. Ég ætla að minnsta kosti að bíða og sjá hvort lögreglan ætli að gera eitthvað meira úr þessu máli, segir hann. Ég kom um mánaðamótin til Palestínu til að heimsækja fjölskyldu, vini og ættingja. Þetta kemur ekki til með að stytta heimsóknina, ég læt svona ekkert stöðva mig, segir Qussay, sem hefur verið búsettur á Íslandi í sjö ár og varð nýlega íslenskur ríkisborgari. Erlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum var handtekinn í Jerúsalem fyrir rúmri viku þar sem hann tók þátt í mótmælum við bandarísku ræðismannsskrifstofuna. Maðurinn, Qussay Odeh, segir lögreglumenn hafa barið hann ítrekað ásamt því að hafa notað táragas til að yfirbuga hann. Eftir það hafi hann þurft að sitja í stofufangelsi í fimm daga. Við vorum milli þrjátíu og fjörutíu manns þarna fyrir utan bandarísku ræðismannsskrifstofuna í Jerúsalem. Þarna voru jafnt útlendingar, Ísraelar og Palestínumenn að mótmæla stríðinu í Líbanon og Palestínu, segir Qussay. Ég var rétt nýkominn á staðinn þegar lögreglusveit kemur og byrjar að lemja fólk og sprauta táragasi. Þeir handtóku mig ásamt fimm öðrum sem voru viðstaddir mótmælin. Hann segir þeim sem handteknir voru hafa verið haldið í fimm klukkustundir á lögreglustöð áður en þeim var sleppt. Þá hafi fimm daga stofufangelsi tekið við. Ég er aumur í baki, hálsi og höndunum eftir þetta. Þessi mótmæli voru friðsamleg á allan hátt, við stóðum þarna með spjöld að mótmæla stríðinu. Qussay segist hafa fengið ábendingar frá fólki um að kæra ekki, það hefði ekkert upp á sig. Ég ætlaði að kæra þetta en mér hefur verið bent á að sleppa því vegna þess að það gerist ekki neitt. Ég fór á sjúkrahús daginn eftir og fékk vottorð, en ég er efins um að ég kæri. Ég ætla að minnsta kosti að bíða og sjá hvort lögreglan ætli að gera eitthvað meira úr þessu máli, segir hann. Ég kom um mánaðamótin til Palestínu til að heimsækja fjölskyldu, vini og ættingja. Þetta kemur ekki til með að stytta heimsóknina, ég læt svona ekkert stöðva mig, segir Qussay, sem hefur verið búsettur á Íslandi í sjö ár og varð nýlega íslenskur ríkisborgari.
Erlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira