Nýju mennirnir björguðu Liverpool 10. ágúst 2006 11:45 craig bellamy Skoraði dýrmætt mark fyrir Liverpool í gær. MYND/nordic photos/afp Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi. Liverpool-menn voru lengi í gang en mark Ísraelsmannanna kom eftir um hálftímaleik. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn völdin á vellinum en máttu sig svo prísa sig sæla að hafa ekki lent aftur marki undir undir miðbik síðari hálfleiksins er Colautti átti skalla rétt framhjá marki Liverpool. Þeir ensku sóttu svo stíft undir lok leiksins og kom markið loks í blálokin. Niðurstaðan því 2-1 sigur en lengi vel leit út fyrir að neyðarlegt jafntefli yrði niðurstaðan á Anfield. Líklegt er að síðari leikur liðanna fari fram í Kænugarði í Úkraínu eftir að forseti Dynamo Kiev gaf óformlegri fyrirspurn ísraelska liðsins jákvætt svar. Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti fyrir skömmu að heimaleikur Maccabi Haifa gæti ekki farið fram í Ísrael vegna átakanna í suðurhluta Líbanon. Margir mótmæltu stríðinu fyrir utan Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og slapp pólska liðið Legia Varsjá ágætlega frá viðureign sinni gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu. FH-banarnir töpuðu leiknum, 1-0. Hamburger SV og Osasuna gerðu markalaust jafntefli í Þýskalandi og þá tapaði FC Köbenhavn fyrir Ajax á heimavelli, 2-1. AC Milan vann 1-0 sigur á Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Serbíu og Hearts tapaði á heimavelli, 2-1, fyrir AEK Aþenu. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var 1-0 sigur liðs Salzburg frá Austurríki á Valencia. Íþróttir Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Í beinni: Haukar - Álftanes | Heimamenn í leit að fyrsta sigri Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sjá meira
Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi. Liverpool-menn voru lengi í gang en mark Ísraelsmannanna kom eftir um hálftímaleik. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn völdin á vellinum en máttu sig svo prísa sig sæla að hafa ekki lent aftur marki undir undir miðbik síðari hálfleiksins er Colautti átti skalla rétt framhjá marki Liverpool. Þeir ensku sóttu svo stíft undir lok leiksins og kom markið loks í blálokin. Niðurstaðan því 2-1 sigur en lengi vel leit út fyrir að neyðarlegt jafntefli yrði niðurstaðan á Anfield. Líklegt er að síðari leikur liðanna fari fram í Kænugarði í Úkraínu eftir að forseti Dynamo Kiev gaf óformlegri fyrirspurn ísraelska liðsins jákvætt svar. Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti fyrir skömmu að heimaleikur Maccabi Haifa gæti ekki farið fram í Ísrael vegna átakanna í suðurhluta Líbanon. Margir mótmæltu stríðinu fyrir utan Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og slapp pólska liðið Legia Varsjá ágætlega frá viðureign sinni gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu. FH-banarnir töpuðu leiknum, 1-0. Hamburger SV og Osasuna gerðu markalaust jafntefli í Þýskalandi og þá tapaði FC Köbenhavn fyrir Ajax á heimavelli, 2-1. AC Milan vann 1-0 sigur á Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Serbíu og Hearts tapaði á heimavelli, 2-1, fyrir AEK Aþenu. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var 1-0 sigur liðs Salzburg frá Austurríki á Valencia.
Íþróttir Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Í beinni: Haukar - Álftanes | Heimamenn í leit að fyrsta sigri Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sjá meira