Sprengjuregnið var óþægilega nálægt 8. ágúst 2006 07:30 hart barist á srí lanka Ekkert lát er á deilum stríðandi fylkinga í Srí Lanka. Norrænar eftirlitssveitir flúðu undan stórskotahríð stjórnarhersins á sunnudag. MYND/AP Sigurður Gíslason, íslenskur eftirlitsmaður með vopnahléi á Srí Lanka, lenti á sunnudag í skotárás í norðausturhluta landsins, nálægt bænum Tricomalae. Sigurður var í för með norrænum eftirlitsmönnum og málamiðlum, þar á meðal danska eftirlitsmanninum Ove Jensen. „Við vorum fimm sem fórum inn á svæðið í þeim tilgangi að skrúfa frá vatnsveitu sem stjórnarherinn hafði lokað fyrir. Við vorum klukkutíma á undan áætlun og því má segja að við höfum verið á röngum stað á röngum tíma,“ segir Sigurður. „Stjórnarherinn hóf stórskotaárás á svæðinu og við vorum óþægilega nálægt sprengjuregninu. Sprengjur féllu með um fimm til tíu sekúndna millibili og við gátum ekkert annað gert en að hörfa. Við fundum frumskógarslóða til að fara út sem fyrst, okkur tókst það og vorum komnir úr hættu eftir um tíu mínútur.“ Norrænu eftirlitsmennirnir sluppu allir ómeiddir. Fréttir bárust af því í gær að fimmtán starfsmenn franskra hjálparsamtaka hefðu fundist látnir í bænum Muttur í norðausturhluta Srí Lanka. Líkin fundust á skrifstofu hjálparsamtakanna. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, blaðafulltrúa eftirlitssveita með vopnahléi, höfðu friðargæsluliðar ekki enn fengið aðgang að svæðinu. „Við höfum ekki náð að rannsaka hvort fréttir af þessu máli eru réttar,“ sagði Þorfinnur þegar Fréttablaðið náði tali af honum seint í gærkvöldi. „Það er skylda okkar að rannsaka svona mál en við höfum enn ekki komist á svæðið. Vegna öryggisástæðna förum við ekki með okkar fólk þangað strax.“ Búðir norrænu sveitanna eru í nokkurri vegalengd frá átakasvæðinu. Þorfinnur segir bardaga í norðausturhluta Srí Lanka hafa harðnað til muna síðustu tvær vikur. „Við höfum þó ekki þurft að grípa til neinna sérstakra varúðarráðstafana í ljósi atburða,“ segir Þorfinnur. „Tekin var formleg ákvörðun fyrir rúmri viku að sveitir frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi myndu fara um næstu mánaðamót en ekkert hefur verið rætt um brottför Íslendinga eða Norðmanna. Jon Hanssen-Bauer, sendifulltrúi og samningamaður Norðmanna er staddur á svæðinu og stendur í viðræðum við stríðandi fylkingar. Áður en framhaldið er ákveðið verður látið reyna á hvað kemur út úr þeim viðræðum.“ Erlent Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Sigurður Gíslason, íslenskur eftirlitsmaður með vopnahléi á Srí Lanka, lenti á sunnudag í skotárás í norðausturhluta landsins, nálægt bænum Tricomalae. Sigurður var í för með norrænum eftirlitsmönnum og málamiðlum, þar á meðal danska eftirlitsmanninum Ove Jensen. „Við vorum fimm sem fórum inn á svæðið í þeim tilgangi að skrúfa frá vatnsveitu sem stjórnarherinn hafði lokað fyrir. Við vorum klukkutíma á undan áætlun og því má segja að við höfum verið á röngum stað á röngum tíma,“ segir Sigurður. „Stjórnarherinn hóf stórskotaárás á svæðinu og við vorum óþægilega nálægt sprengjuregninu. Sprengjur féllu með um fimm til tíu sekúndna millibili og við gátum ekkert annað gert en að hörfa. Við fundum frumskógarslóða til að fara út sem fyrst, okkur tókst það og vorum komnir úr hættu eftir um tíu mínútur.“ Norrænu eftirlitsmennirnir sluppu allir ómeiddir. Fréttir bárust af því í gær að fimmtán starfsmenn franskra hjálparsamtaka hefðu fundist látnir í bænum Muttur í norðausturhluta Srí Lanka. Líkin fundust á skrifstofu hjálparsamtakanna. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, blaðafulltrúa eftirlitssveita með vopnahléi, höfðu friðargæsluliðar ekki enn fengið aðgang að svæðinu. „Við höfum ekki náð að rannsaka hvort fréttir af þessu máli eru réttar,“ sagði Þorfinnur þegar Fréttablaðið náði tali af honum seint í gærkvöldi. „Það er skylda okkar að rannsaka svona mál en við höfum enn ekki komist á svæðið. Vegna öryggisástæðna förum við ekki með okkar fólk þangað strax.“ Búðir norrænu sveitanna eru í nokkurri vegalengd frá átakasvæðinu. Þorfinnur segir bardaga í norðausturhluta Srí Lanka hafa harðnað til muna síðustu tvær vikur. „Við höfum þó ekki þurft að grípa til neinna sérstakra varúðarráðstafana í ljósi atburða,“ segir Þorfinnur. „Tekin var formleg ákvörðun fyrir rúmri viku að sveitir frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi myndu fara um næstu mánaðamót en ekkert hefur verið rætt um brottför Íslendinga eða Norðmanna. Jon Hanssen-Bauer, sendifulltrúi og samningamaður Norðmanna er staddur á svæðinu og stendur í viðræðum við stríðandi fylkingar. Áður en framhaldið er ákveðið verður látið reyna á hvað kemur út úr þeim viðræðum.“
Erlent Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira