Kjarnorka til Indverja 28. júlí 2006 07:45 Kjarnorkueldflaugatilraunir PAkistana Pakistanar eru mótfallnir sérmeðferð þeirri sem Indverjar þykja fá hjá Bandaríkjamönnum og er viðbúið að þeir fari nú að leita ráða til að auka við kjarnorkuvígbúnað sinn. MYND/Nordicphotos/gettyimages Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta frumvarp um samstarf Bandaríkjamanna og Indverja að kjarnorkumálum. Veiti Öldungadeild Bandaríkjaþings Indverjum undanþágu frá banni um viðskipti með kjarnorku verður Indland í raun viðurkennt sem kjarnorkuveldi. Samkvæmt frumvarpinu fá Indverjar keypt kjarnorkueldsneyti, tækniaðstoð og þekkingu af Bandaríkjamönnum, gegn því að veita alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að fjórtán kjarnorkuverum á Indlandi. Indverjar eiga átta kjarnorkuver til viðbótar en þau eru skilgreind sem „hernaðarlega mikilvæg“ og verða lokuð umheiminum eftir sem áður. Frumvarpið var samþykkt með 359 atkvæðum gegn 69 og felur í sér kúvendingu áratuga gamallar stefnu Bandaríkjanna í kjarnorkumálum, því nú verður tekið upp kjarnorkusamstarf við ríki sem neitar að skrifa undir NPT-samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að sala á bandarísku kjarnorkueldsneyti til Indlands myndi gefa Indverjum aukið svigrúm og færi á að hefja stórtæka vopnaframleiðslu og einn þingmaður demókrata, Ed Markey, líkti því við að hella „kjarnorkuolíu á vopnakapphlaupseldinn“ milli Indlands og Pakistans. Verið sé að verðlauna Indverja fyrir að hafa framleitt kjarnorku í trássi við alþjóðasamninga. Gagnrýnendur óttast einnig að verið sé að senda misvísandi skilaboð til annarra ríkja sem einnig ásælast kjarnorku og þá sérstaklega Írans, sem hefur lengi unnið að því leynt og ljóst að auðga úran til orkuframleiðslu, í óþökk kjarnorkuvelda heimsins. Bandaríkjamenn hafi stigið skref í átt að frjálsum heimsviðskiptum með kjarnorkutækni sem Rússar eða Kínverjar gætu einnig viljað stíga. Erlent Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta frumvarp um samstarf Bandaríkjamanna og Indverja að kjarnorkumálum. Veiti Öldungadeild Bandaríkjaþings Indverjum undanþágu frá banni um viðskipti með kjarnorku verður Indland í raun viðurkennt sem kjarnorkuveldi. Samkvæmt frumvarpinu fá Indverjar keypt kjarnorkueldsneyti, tækniaðstoð og þekkingu af Bandaríkjamönnum, gegn því að veita alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að fjórtán kjarnorkuverum á Indlandi. Indverjar eiga átta kjarnorkuver til viðbótar en þau eru skilgreind sem „hernaðarlega mikilvæg“ og verða lokuð umheiminum eftir sem áður. Frumvarpið var samþykkt með 359 atkvæðum gegn 69 og felur í sér kúvendingu áratuga gamallar stefnu Bandaríkjanna í kjarnorkumálum, því nú verður tekið upp kjarnorkusamstarf við ríki sem neitar að skrifa undir NPT-samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að sala á bandarísku kjarnorkueldsneyti til Indlands myndi gefa Indverjum aukið svigrúm og færi á að hefja stórtæka vopnaframleiðslu og einn þingmaður demókrata, Ed Markey, líkti því við að hella „kjarnorkuolíu á vopnakapphlaupseldinn“ milli Indlands og Pakistans. Verið sé að verðlauna Indverja fyrir að hafa framleitt kjarnorku í trássi við alþjóðasamninga. Gagnrýnendur óttast einnig að verið sé að senda misvísandi skilaboð til annarra ríkja sem einnig ásælast kjarnorku og þá sérstaklega Írans, sem hefur lengi unnið að því leynt og ljóst að auðga úran til orkuframleiðslu, í óþökk kjarnorkuvelda heimsins. Bandaríkjamenn hafi stigið skref í átt að frjálsum heimsviðskiptum með kjarnorkutækni sem Rússar eða Kínverjar gætu einnig viljað stíga.
Erlent Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Sjá meira