Tveir menn slösuðust illa í nautahlaupinu í Pamplona 11. júlí 2006 07:45 Óvæntur snúningur Þessum þátttakanda í nautahlaupinu varð ekki um sel þegar á hólminn var komið og hætti við í miðju kafi í gær, en boli lét ekki segjast og elti hann inn á áhorfendasvæðið á nautaatsvellinum við litla hrifningu áhorfenda. Þrettán manns hafa beðið bana í árlegum nautahlaupum í Pamplona síðan árið 1924, en fjölmargir slasast. MYND/AP Spænskur þátttakandi í árlegu nautahlaupi í spænsku borginni Pamplona fékk nautshorn í annað lærið í gær og þurfti að gangast undir aðgerð. Annar þátttakandinn, 31 árs Bandaríkjamaður, dvelur enn á gjörgæsludeild í sjúkrahúsi í borginni, lamaður að hluta eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins á föstudag. Fór líðan hans versnandi í gær, að sögn Begona Lopez, talskonu hátíðarinnar. Hlaupin fara þannig fram að hundruð eða þúsundir manna í leit að spennu hlaupa um þröngar götur Pamplona undan nokkrum stórvöxnum og mislyndum nautum sem sleppt er snemma morguns úr stórgriparétt nokkurri í miðborg borgarinnnar. Endar hlaupið svo á nautaatsvelli átta hundruð metrum frá réttinni. Margir þátttakendanna eru íklæddir hvítum og rauðum fötum, en rauði liturinn er almennt talinn æsa nautin, og fylgir mikil drykkja oft níu daga hátíðinni þrátt fyrir hættuna sem fylgir hlaupinu. Þrettán manns hafa beðið bana á San Fermin hátíðinni í Pamplona síðan 1924, síðast árið 1995, og tugir manna hafa slasast, margir alvarlega. Í gær tóku sex vel hyrnd naut þátt í hlaupinu, en það var fjórða hlaupið af átta sem fram fara í ár. Jafnframt tóku meira en fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu, sem lokið var á tveimur mínútum og tveimur sekúndum. Eingöngu einn maður varð fyrir nauti í gær, en auk hans var ungur Madrídarbúi lagður inn á sjúkrahús vegna minniháttar andlitsáverka, að sögn Lopez. Nautin sem notuð voru í gær komu öll frá sama búgarðinum, sem þekktur er fyrir að rækta sérlega hættuleg naut, en á seinustu tuttugu árum hafa naut þaðan stungið 37 manns í nautahlaupunum í Pamplona. Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt hlaupinu harðlega og halda árlega mótmæli í borginni fyrir hátíðina og meðan á henni stendur. Oft eru þeir lítið eða ekki klæddir, til að vekja frekari athygli. Rekja má upptök San Fermin hátíðarinnar, sem haldin er árlega í Pamplona, aftur til 16. aldar, en rætur hennar ná þó enn lengra aftur, eða til þess tíma þegar Spánverjar fyrst tóku kristna trú. Hins vegar náði hátíðin fyrst þeim miklu vinsældum sen hún nýtur nú þegar Ernest Hemingway lýsti henni í skáldsögu sinni "The Sun Also Rises" árið 1926. Erlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Spænskur þátttakandi í árlegu nautahlaupi í spænsku borginni Pamplona fékk nautshorn í annað lærið í gær og þurfti að gangast undir aðgerð. Annar þátttakandinn, 31 árs Bandaríkjamaður, dvelur enn á gjörgæsludeild í sjúkrahúsi í borginni, lamaður að hluta eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins á föstudag. Fór líðan hans versnandi í gær, að sögn Begona Lopez, talskonu hátíðarinnar. Hlaupin fara þannig fram að hundruð eða þúsundir manna í leit að spennu hlaupa um þröngar götur Pamplona undan nokkrum stórvöxnum og mislyndum nautum sem sleppt er snemma morguns úr stórgriparétt nokkurri í miðborg borgarinnnar. Endar hlaupið svo á nautaatsvelli átta hundruð metrum frá réttinni. Margir þátttakendanna eru íklæddir hvítum og rauðum fötum, en rauði liturinn er almennt talinn æsa nautin, og fylgir mikil drykkja oft níu daga hátíðinni þrátt fyrir hættuna sem fylgir hlaupinu. Þrettán manns hafa beðið bana á San Fermin hátíðinni í Pamplona síðan 1924, síðast árið 1995, og tugir manna hafa slasast, margir alvarlega. Í gær tóku sex vel hyrnd naut þátt í hlaupinu, en það var fjórða hlaupið af átta sem fram fara í ár. Jafnframt tóku meira en fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu, sem lokið var á tveimur mínútum og tveimur sekúndum. Eingöngu einn maður varð fyrir nauti í gær, en auk hans var ungur Madrídarbúi lagður inn á sjúkrahús vegna minniháttar andlitsáverka, að sögn Lopez. Nautin sem notuð voru í gær komu öll frá sama búgarðinum, sem þekktur er fyrir að rækta sérlega hættuleg naut, en á seinustu tuttugu árum hafa naut þaðan stungið 37 manns í nautahlaupunum í Pamplona. Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt hlaupinu harðlega og halda árlega mótmæli í borginni fyrir hátíðina og meðan á henni stendur. Oft eru þeir lítið eða ekki klæddir, til að vekja frekari athygli. Rekja má upptök San Fermin hátíðarinnar, sem haldin er árlega í Pamplona, aftur til 16. aldar, en rætur hennar ná þó enn lengra aftur, eða til þess tíma þegar Spánverjar fyrst tóku kristna trú. Hins vegar náði hátíðin fyrst þeim miklu vinsældum sen hún nýtur nú þegar Ernest Hemingway lýsti henni í skáldsögu sinni "The Sun Also Rises" árið 1926.
Erlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira