Hafna nýrri stjórnarskrá 27. júní 2006 05:15 Atkvæði talin í Róm Atkvæðum hellt úr kjörkassa til talningar í Róm í gær. MYND/AP Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í gær og fyrradag hafnaði meirihluti ítalskra kjósenda tillögu að víðtækri uppfærslu á stjórnarskrá Ítalíu sem fyrri ríkisstjórn undir forystu Silvios Berlusconi hafði látið gera. Samkvæmt fyrstu tölum var tillagan felld með öruggum mun, en sú niðurstaða er fagnaðarefni fyrir núverandi ríkisstjórn miðju- og vinstriflokka undir forystu Romanos Prodi. Atkvæðagreiðslan var álitin prófraun á fylgi við nýju stjórnina, tveimur mánuðum eftir að flokkabandalagið sem að henni stendur vann nauman sigur í þingkosningum. Þegar atkvæði höfðu verið talin í vel yfir helmingi allra hinna rúmlega sextíu þúsund kjördæma höfnuðu rúmlega 62 prósent kjósenda stjórnarskrárbreytingunum en tæplega 38 prósent vildu samþykkja þær. Þessar niðurstöður eru okkur hvatning til að fylgja ótrauðir okkar striki, sagði Arturo Parisi, varnarmálaráðherra og samherji Prodis til margra ára. Stjórn Prodis hafði beitt sér gegn stjórnarskrárbreytingunni, sem hún sagði myndu færa óhóflega miklar valdheimildir til framkvæmdavaldsins. Breytingarnar hefðu meðal annars styrkt völd forsætisráðherrans, fært héraðsstjórnum aukin völd á kostnað miðstýringarvaldsins í Róm, og fækkað þingmönnum. Aðrar breytingar miðuðu meðal annars að því að stuðla að stöðugri ríkisstjórnum en Ítalir hafa búið við á síðustu áratugum. Erlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í gær og fyrradag hafnaði meirihluti ítalskra kjósenda tillögu að víðtækri uppfærslu á stjórnarskrá Ítalíu sem fyrri ríkisstjórn undir forystu Silvios Berlusconi hafði látið gera. Samkvæmt fyrstu tölum var tillagan felld með öruggum mun, en sú niðurstaða er fagnaðarefni fyrir núverandi ríkisstjórn miðju- og vinstriflokka undir forystu Romanos Prodi. Atkvæðagreiðslan var álitin prófraun á fylgi við nýju stjórnina, tveimur mánuðum eftir að flokkabandalagið sem að henni stendur vann nauman sigur í þingkosningum. Þegar atkvæði höfðu verið talin í vel yfir helmingi allra hinna rúmlega sextíu þúsund kjördæma höfnuðu rúmlega 62 prósent kjósenda stjórnarskrárbreytingunum en tæplega 38 prósent vildu samþykkja þær. Þessar niðurstöður eru okkur hvatning til að fylgja ótrauðir okkar striki, sagði Arturo Parisi, varnarmálaráðherra og samherji Prodis til margra ára. Stjórn Prodis hafði beitt sér gegn stjórnarskrárbreytingunni, sem hún sagði myndu færa óhóflega miklar valdheimildir til framkvæmdavaldsins. Breytingarnar hefðu meðal annars styrkt völd forsætisráðherrans, fært héraðsstjórnum aukin völd á kostnað miðstýringarvaldsins í Róm, og fækkað þingmönnum. Aðrar breytingar miðuðu meðal annars að því að stuðla að stöðugri ríkisstjórnum en Ítalir hafa búið við á síðustu áratugum.
Erlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira