Verður þjóðareign eins og handboltalandsliðið 23. júní 2006 00:01 Magni Ásgeirsson tekur þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar sem tugmilljónir áhorfenda fylgjast með. MYND/Hrönn Mér líst bara ljómandi vel á en þetta er enn að síast inn í mann. Þetta verður alla vega mikið ævintýri, segir Magni Ásgeirsson söngvari sem hefur verið valinn til að taka þátt í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Um 20 milljónir Bandaríkjamanna horfðu að meðaltali á síðustu þáttaröð og það má því búast við því að tugmilljónir manna muni horfa á Magna reyna fyrir sér í þættinum. Magni verður einn 15 söngvara sem freista þess að heilla meðlimi hljómsveitarinnar Supernova í von um að verða söngvari sveitarinnar. Supernova skipa gömlu rokkkempurnar Tommy Lee úr Mötley Crüe, Gilby Clarke úr Guns N Roses og Jason Newsted úr Metallica. Fjórir Íslendingar fóru út til Los Angeles í áheyrnarprufur fyrir þættina, auk Magna þau Aðalheiður Ólafsdóttir Idolstjarna, Kristófer Jensson úr Lights on the Highway og Hreimur Heimisson úr Landi og sonum. Magni komst svo áfram í 18 manna úrtak og eyddi síðustu viku í viðtölum og upptökum fyrir upphafsstef þáttanna úti í Los Angeles. Þátturinn verður í gangi í 15 vikur. Maður veit svo ekkert hvernig þetta mun ganga, ég gæti verið þarna úti í 10 daga eða 15 vikur, segir Magni. Hann segir að markmiðið með þáttunum sé að finna söngvara í hljómsveit, finna þann sem passar best inn í hljómsveitina. Þess vegna getur maður ekki verið fúll ef maður er kosinn út. Þetta er ekki eins og Idolið þar sem valinn er besti söngvarinn, segir Magni sem er þegar farinn að kynnast stórstjörnunum í hljómsveitinni: Já, við heilsumst með nafni. Það er alltaf hressandi. Þetta eru mjög vingjarnlegir strákar. Magni og hinir söngvararnir hafa undanfarið dvalist í glæsivillu í Hollywood-hæðunum sem verður heimili þeirra á meðan tökum þáttanna stendur. Þetta er mjög stórt og ég sé Hollywood-skiltið út um gluggann hjá mér. Þarna er ljómandi sundlaug sem var meðal annars notuð í Britney Spears-myndbandi, segir Magni og hlær. Hann fær laun fyrir að taka þátt í Rockstar, nóg til að borga reikningana eins og hann orðar það. Hann gerir sér vel grein fyrir því að Íslendingar munu fylgjast vel með Rockstar en þættirnir verða sýndir á SkjáEinum og áhorfendur geta kosið sinn mann. Íslendingar vilja auðvitað alltaf vinna. Maður verður orðinn þjóðareign eins og handboltalandsliðið. Fyrsti þáttur Rockstar verður sýndur á Skjá einum á miðnætti hinn 5. júlí. Rock Star Supernova Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Sjá meira
Mér líst bara ljómandi vel á en þetta er enn að síast inn í mann. Þetta verður alla vega mikið ævintýri, segir Magni Ásgeirsson söngvari sem hefur verið valinn til að taka þátt í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Um 20 milljónir Bandaríkjamanna horfðu að meðaltali á síðustu þáttaröð og það má því búast við því að tugmilljónir manna muni horfa á Magna reyna fyrir sér í þættinum. Magni verður einn 15 söngvara sem freista þess að heilla meðlimi hljómsveitarinnar Supernova í von um að verða söngvari sveitarinnar. Supernova skipa gömlu rokkkempurnar Tommy Lee úr Mötley Crüe, Gilby Clarke úr Guns N Roses og Jason Newsted úr Metallica. Fjórir Íslendingar fóru út til Los Angeles í áheyrnarprufur fyrir þættina, auk Magna þau Aðalheiður Ólafsdóttir Idolstjarna, Kristófer Jensson úr Lights on the Highway og Hreimur Heimisson úr Landi og sonum. Magni komst svo áfram í 18 manna úrtak og eyddi síðustu viku í viðtölum og upptökum fyrir upphafsstef þáttanna úti í Los Angeles. Þátturinn verður í gangi í 15 vikur. Maður veit svo ekkert hvernig þetta mun ganga, ég gæti verið þarna úti í 10 daga eða 15 vikur, segir Magni. Hann segir að markmiðið með þáttunum sé að finna söngvara í hljómsveit, finna þann sem passar best inn í hljómsveitina. Þess vegna getur maður ekki verið fúll ef maður er kosinn út. Þetta er ekki eins og Idolið þar sem valinn er besti söngvarinn, segir Magni sem er þegar farinn að kynnast stórstjörnunum í hljómsveitinni: Já, við heilsumst með nafni. Það er alltaf hressandi. Þetta eru mjög vingjarnlegir strákar. Magni og hinir söngvararnir hafa undanfarið dvalist í glæsivillu í Hollywood-hæðunum sem verður heimili þeirra á meðan tökum þáttanna stendur. Þetta er mjög stórt og ég sé Hollywood-skiltið út um gluggann hjá mér. Þarna er ljómandi sundlaug sem var meðal annars notuð í Britney Spears-myndbandi, segir Magni og hlær. Hann fær laun fyrir að taka þátt í Rockstar, nóg til að borga reikningana eins og hann orðar það. Hann gerir sér vel grein fyrir því að Íslendingar munu fylgjast vel með Rockstar en þættirnir verða sýndir á SkjáEinum og áhorfendur geta kosið sinn mann. Íslendingar vilja auðvitað alltaf vinna. Maður verður orðinn þjóðareign eins og handboltalandsliðið. Fyrsti þáttur Rockstar verður sýndur á Skjá einum á miðnætti hinn 5. júlí.
Rock Star Supernova Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Sjá meira