Áfram rætt um saming 13. júní 2006 07:00 Frá Palestínska þinginu Palestínskur þingmaður fórnar höndum í þingsal í gær. Þingið samþykkti að halda áfram að ræða við Mahmoud Abbas forseta um Fangaskjalið svokallaða, sem leggur til að Palestínumenn stofni sjálfstætt ríki við hlið Ísraels. MYND/ap Hamas-leidd heimastjórn Palestínu ákvað í gær að seinka kosningu í þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað um síðustu helgi að haldin yrði í júlí. Í stað þess ætla þingmenn að eyða meiri tíma í viðræður um málið við Abbas. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði um hvort Palestínumenn skuli stofna sjálfstætt ríki við hlið Ísraels og byggist á svokölluðu Fangaskjali sem þingmenn Fatah og Hamas, sem sitja í ísraelskum fangelsum, hafa samið. Meðlimir Hamas-hreyfingarinnar eru mótfallnir orðalagi skjalsins, því það viðurkennir óbeint tilverurétt Ísraels, og hafa þingmenn hreyfingarinnar hótað að reyna að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan nái fram að ganga. Verði tillagan samþykkt, munu landamæri Palestínu færast aftur til þeirra sem voru í gildi fram að stríðinu seint á sjöunda áratugnum, þegar Ísraelar hernumu mikil landsvæði og hröktu Palestínumenn burt af þeim. Ehmud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið Palestínumönnum fram til ársloka á næsta ári til að samþykkja friðarsamning, ella muni Ísraelar draga endanleg landamæri milli Ísraels og Palestínu fyrir árið 2010, hvort sem Palestínumenn samþykki þau eður ei. Það setur því enn frekari pressu á Palestínumenn að ná einingu um landamæradeiluna sem fyrst, því ella verður staða þeirra mun veikari í baráttunni um hernumdu svæðin. Í heimsókn til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær, sagðist Olmert vilja gera allt sem hægt væri til að semja frið við Palestínu, en tók jafnframt fram að Ísrael væri enn sem fyrr tilbúið til að draga landamæralínurnar einhliða. Blair sagði alþjóðasamfélagið einhuga í þörfinni á friðarsamkomulagi milli Ísraels og Palestínu, og lofaði Olmert stuðningi í þeirri umleitan. Á þeim rúma mánuði síðan Olmert var kosinn til valda, hefur hann ferðast til Bandaríkjanna, Egyptalands og Jórdaníu í leit að frekari stuðningi í þeim málum. Palestínumenn eru rúmar níu milljónir talsins. Þar af eru allt að 6,5 milljónir þeirra flóttamenn, samkvæmt Frelsissamtökum Palestínu, PLO. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Hamas-leidd heimastjórn Palestínu ákvað í gær að seinka kosningu í þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað um síðustu helgi að haldin yrði í júlí. Í stað þess ætla þingmenn að eyða meiri tíma í viðræður um málið við Abbas. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði um hvort Palestínumenn skuli stofna sjálfstætt ríki við hlið Ísraels og byggist á svokölluðu Fangaskjali sem þingmenn Fatah og Hamas, sem sitja í ísraelskum fangelsum, hafa samið. Meðlimir Hamas-hreyfingarinnar eru mótfallnir orðalagi skjalsins, því það viðurkennir óbeint tilverurétt Ísraels, og hafa þingmenn hreyfingarinnar hótað að reyna að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan nái fram að ganga. Verði tillagan samþykkt, munu landamæri Palestínu færast aftur til þeirra sem voru í gildi fram að stríðinu seint á sjöunda áratugnum, þegar Ísraelar hernumu mikil landsvæði og hröktu Palestínumenn burt af þeim. Ehmud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið Palestínumönnum fram til ársloka á næsta ári til að samþykkja friðarsamning, ella muni Ísraelar draga endanleg landamæri milli Ísraels og Palestínu fyrir árið 2010, hvort sem Palestínumenn samþykki þau eður ei. Það setur því enn frekari pressu á Palestínumenn að ná einingu um landamæradeiluna sem fyrst, því ella verður staða þeirra mun veikari í baráttunni um hernumdu svæðin. Í heimsókn til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær, sagðist Olmert vilja gera allt sem hægt væri til að semja frið við Palestínu, en tók jafnframt fram að Ísrael væri enn sem fyrr tilbúið til að draga landamæralínurnar einhliða. Blair sagði alþjóðasamfélagið einhuga í þörfinni á friðarsamkomulagi milli Ísraels og Palestínu, og lofaði Olmert stuðningi í þeirri umleitan. Á þeim rúma mánuði síðan Olmert var kosinn til valda, hefur hann ferðast til Bandaríkjanna, Egyptalands og Jórdaníu í leit að frekari stuðningi í þeim málum. Palestínumenn eru rúmar níu milljónir talsins. Þar af eru allt að 6,5 milljónir þeirra flóttamenn, samkvæmt Frelsissamtökum Palestínu, PLO.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira