Meistarar Bayern Munchen fara með þægilegt forskot inn í jólafríið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eftir góðan 2-1 útisigur á Dortmund í dag. Ali Karimi skoraði fyrsta mark Bayern í dag og Claudio Pizzarro það síðara. Florian Kringe minnkaði muninn fyrir Dortmund undir lokin. Liðin í öðru og þriðja sæti, Hamburg og Bremen eigast við á morgun, en Bayern hefur sjö stiga forystu á toppnum.