Sport

Ronaldinho spáir öðru klassísku einvígi

Ronaldinho býst við að viðureign Barcelona og Chelsea verði jafn mikil flugeldasýning og síðast þegar liðin mættust
Ronaldinho býst við að viðureign Barcelona og Chelsea verði jafn mikil flugeldasýning og síðast þegar liðin mættust NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Ronaldinho hjá Barcelona, sem flestir hallast að því að sé besti knattspyrnumaður í heimi, spáir því að viðureign Chelsea og Barcelona í 16-úrslitum meistaradeildarinnar í ár fari á spjöld sögunnar sem klassísk viðureign, rétt eins og rimma þeirra í fyrra sem var sannarlega ógleymanleg.

"Þetta verður annað toppeinvígi milli tveggja frábærra liða. Báðir stjórarnir eru mjög færir á sínu sviði og þetta ættu að verða frábærir leikir. Við gátum sjálfum okkur um kennt hvernig fór í fyrra, en það er ekki eðlilegt að lenda undir 3-0 á 20 mínútum eins og kom fyrir okkur á Stamford Bridge í fyrra. Við náðum svo að skora tvö mörk, en fjórða mark þeirra gerði okkur erfitt um vik. Þetta var sannarlega einstakur leikur," sagði Ronaldinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×