Hér á ég heima 15. desember 2005 15:45 Roy Keane er mættur til Glasgow AFP Roy Keane var fyrir stundu tilkynntur sem nýr leikmaður Glasgow Celtic á Celtic Park, heimavelli liðisins. Þar sagði hann að það hefði alltaf verið draumur sinn að spila með liðinu. Hann segist ekki búast við því að vaða inn í byrjunarlið Celtic, en lét þó í það skína að hann væri kominn til að láta finna fyrir sér. "Ég gaf öðrum liðum tækifæri til að sjá hvað þau hefðu fram að færa og mér þóttu öll tilboðin sem ég fékk mjög áhugaverð, en nú er ég komin til Celtic og hérna á ég heima. Ég get ekki beðið eftir að leggja mig allan fram fyrir liðið og fara að vinna leiki," sagði Keane. "Ég hafði verið lengi í ensku úrvalsdeildinni og mér fannst ég þurfa að breyta til. Sem ungur maður hélt ég alltaf með Celtic, þó uppáhalds liðið mitt á Englandi hafi verið Tottenham," sagði Keane, sem lýsti því yfir árið 1999 að hann vildi ljúka ferlinum hjá Celtic og sá draumur virðist nú vera orðinn að veruleika. Keane var spurður hvort hann yrði til friðs í búningsherbergi liðsins í ljósi deilna hans við Alex Ferguson áður en hann fór frá Manchester United á dögunum. "Ég er ekki að koma hingað til að græða peninga eða til að vera einhver stjarna. Ég spilaði stórt hlutverk í vörn Manchester United, en hérna á ég von á því að geta leitað meira fram á við, þó ég geri mér grein fyrir að ég kem ekki til með að stökkva inn í liðið hérna vegna meiðslanna sem ég hef verið að berjast við. Ég legg mig allan fram á æfingum og ætlast til hins sama af félögum mínum - sem er nokkuð sem þótti mjög gott mál þangað til fyrir nokkrum vikum," sagði Keane kaldhæðnislega og skaut á fyrrum félaga sína í United. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Sjá meira
Roy Keane var fyrir stundu tilkynntur sem nýr leikmaður Glasgow Celtic á Celtic Park, heimavelli liðisins. Þar sagði hann að það hefði alltaf verið draumur sinn að spila með liðinu. Hann segist ekki búast við því að vaða inn í byrjunarlið Celtic, en lét þó í það skína að hann væri kominn til að láta finna fyrir sér. "Ég gaf öðrum liðum tækifæri til að sjá hvað þau hefðu fram að færa og mér þóttu öll tilboðin sem ég fékk mjög áhugaverð, en nú er ég komin til Celtic og hérna á ég heima. Ég get ekki beðið eftir að leggja mig allan fram fyrir liðið og fara að vinna leiki," sagði Keane. "Ég hafði verið lengi í ensku úrvalsdeildinni og mér fannst ég þurfa að breyta til. Sem ungur maður hélt ég alltaf með Celtic, þó uppáhalds liðið mitt á Englandi hafi verið Tottenham," sagði Keane, sem lýsti því yfir árið 1999 að hann vildi ljúka ferlinum hjá Celtic og sá draumur virðist nú vera orðinn að veruleika. Keane var spurður hvort hann yrði til friðs í búningsherbergi liðsins í ljósi deilna hans við Alex Ferguson áður en hann fór frá Manchester United á dögunum. "Ég er ekki að koma hingað til að græða peninga eða til að vera einhver stjarna. Ég spilaði stórt hlutverk í vörn Manchester United, en hérna á ég von á því að geta leitað meira fram á við, þó ég geri mér grein fyrir að ég kem ekki til með að stökkva inn í liðið hérna vegna meiðslanna sem ég hef verið að berjast við. Ég legg mig allan fram á æfingum og ætlast til hins sama af félögum mínum - sem er nokkuð sem þótti mjög gott mál þangað til fyrir nokkrum vikum," sagði Keane kaldhæðnislega og skaut á fyrrum félaga sína í United.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Sjá meira