Fleiri minnisvarða! Guðmundur Gunnarsson skrifar 12. desember 2005 17:28 Sæll Egill Það kom fram hjá þér fyrir nokkru í skemmtilegum pistli, að það væru svo fáar myndastyttur í Reykjavík. Ég hef verið að ráfa um götur hinnar exótísku Buenos Aires undanfarna daga. Þá áttaði ég mig á að ástæðan fyrir þessu er að við eigum enga minnisvarða. Í BA eru mörg stór og víðáttumikil torg og garðar þar sem eru stórir og miklir minnisvarðar um merka viðburði í sögu landsins. Íslenskir stjórnmálamenn hafa alltaf verið svo heimóttarlegir, að þeim hefur einungis komið í hug að setja upp styttur af sjálfum sér. Það er nefnilega svo, eins og við vitum öll, að þá eru minnisverðir áfangar ætíð tilkomnir þegar almúginn nær einhverju fram eftir langvinna baráttu við ríkjandi stjórnvöld. Kosningaréttur fyrir aðra en sérútvalda, Hjúalögin, Vökulögin, kosningaréttur kvenna og þannig mætti lengi telja. Vitanlega eigum við að reisa minnisvarða. T.d. mætti taka nokkra lágreista bárujárnskofa á svæðinu milli Laugavegs og Grettisgötu og búa þar til stórt torg og setja þar upp mikinn minnisvarða um vökulögin. Þarna væri úrvinda sjómaður brosandi sæll í hvílu sinni og nyti svalandi úða frá fallegum gosbrunnum. Einnig mætti rýma svæðið milli MR og Miðbæjarskólans og setja þar upp minnisvarða um þegar vinnuhjú fengu frelsi í byrjun síðustu aldar. Hið stærsta gæti svo verið í Vatnsmýrinni fyrir framan Háskólann, þar sem þess væri minnst á veglegan hátt þegar íslenskur almúgi svínlagði stjórnvöld nýverið. Þegar þau vildu banna blöð sem skrifuðu um þau eins og ekki átti að gera að þeirra mati. "Þetta verður að stöðva"; hrópuðu ráðherrar úr ræðustól Alþingis og veifuðu umræddum blöðum úr ræðustól Alþingis. "Þau urðu næstum til þess að við töpuðum síðustu kosningum," var endurtekið viðkvæði ráðherra og stjórnarþingmanna. Hér gæti maður séð fyrir sér minnisvarða þar sem almúginn nær frumvarpinu úr höndum ráðherra og fótum treður þau. Allt í kring væru gosbrunnar og þar að auki fjöldi kaffihúsa þar sem hægt væri að fá margskonar kruðerí á vinalegu verði. Svo ég sé nú ábyrgur þá ætla ég einnig að benda á leið til þess að fjármagna þetta, það mætti renna í gegnum Alþingi lög um afnám ofureftirlaunaréttar og skattfríðinda fráðherra og annarra útvalinna. Með því sparaðist um 600 millj. kr. (ekki í mesta lagi 6 eins haldið var fram þegar frumvarpið var kynnt). Buenos Aires Kærar kveðjur,Guðmundur Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill Það kom fram hjá þér fyrir nokkru í skemmtilegum pistli, að það væru svo fáar myndastyttur í Reykjavík. Ég hef verið að ráfa um götur hinnar exótísku Buenos Aires undanfarna daga. Þá áttaði ég mig á að ástæðan fyrir þessu er að við eigum enga minnisvarða. Í BA eru mörg stór og víðáttumikil torg og garðar þar sem eru stórir og miklir minnisvarðar um merka viðburði í sögu landsins. Íslenskir stjórnmálamenn hafa alltaf verið svo heimóttarlegir, að þeim hefur einungis komið í hug að setja upp styttur af sjálfum sér. Það er nefnilega svo, eins og við vitum öll, að þá eru minnisverðir áfangar ætíð tilkomnir þegar almúginn nær einhverju fram eftir langvinna baráttu við ríkjandi stjórnvöld. Kosningaréttur fyrir aðra en sérútvalda, Hjúalögin, Vökulögin, kosningaréttur kvenna og þannig mætti lengi telja. Vitanlega eigum við að reisa minnisvarða. T.d. mætti taka nokkra lágreista bárujárnskofa á svæðinu milli Laugavegs og Grettisgötu og búa þar til stórt torg og setja þar upp mikinn minnisvarða um vökulögin. Þarna væri úrvinda sjómaður brosandi sæll í hvílu sinni og nyti svalandi úða frá fallegum gosbrunnum. Einnig mætti rýma svæðið milli MR og Miðbæjarskólans og setja þar upp minnisvarða um þegar vinnuhjú fengu frelsi í byrjun síðustu aldar. Hið stærsta gæti svo verið í Vatnsmýrinni fyrir framan Háskólann, þar sem þess væri minnst á veglegan hátt þegar íslenskur almúgi svínlagði stjórnvöld nýverið. Þegar þau vildu banna blöð sem skrifuðu um þau eins og ekki átti að gera að þeirra mati. "Þetta verður að stöðva"; hrópuðu ráðherrar úr ræðustól Alþingis og veifuðu umræddum blöðum úr ræðustól Alþingis. "Þau urðu næstum til þess að við töpuðum síðustu kosningum," var endurtekið viðkvæði ráðherra og stjórnarþingmanna. Hér gæti maður séð fyrir sér minnisvarða þar sem almúginn nær frumvarpinu úr höndum ráðherra og fótum treður þau. Allt í kring væru gosbrunnar og þar að auki fjöldi kaffihúsa þar sem hægt væri að fá margskonar kruðerí á vinalegu verði. Svo ég sé nú ábyrgur þá ætla ég einnig að benda á leið til þess að fjármagna þetta, það mætti renna í gegnum Alþingi lög um afnám ofureftirlaunaréttar og skattfríðinda fráðherra og annarra útvalinna. Með því sparaðist um 600 millj. kr. (ekki í mesta lagi 6 eins haldið var fram þegar frumvarpið var kynnt). Buenos Aires Kærar kveðjur,Guðmundur Gunnarsson
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar