Sport

Kærður fyrir tæklinguna á Hamann

Michael Essien er oft full aðgangsharður í tæklingum sínum
Michael Essien er oft full aðgangsharður í tæklingum sínum NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Michael Essien hefur verið kærður af aganefnd UEFA fyrir grófa tæklingu sína á Dietmar Hamann í viðureign Chelsea og Liverpool á þriðjudaginn, en Þjóðverjinn sagðist eftir leikinn hafa verið fullviss um að hann væri fótbrotinn eftir árás Ganamannsins.

Sérstök nefnd mun koma saman þann 15. desember, þar sem ákveðið verður hvernig Essien verður refsað fyri tæklinguna, sem þótti mjög gróf, enda þótt Essien hafi ekki verið sendur af velli í kjölfarið.

"Enginn í liði Chelsea sagði orð og Essien baðst ekki einu sinni afsökunar. Það er ótrúlegt að enginn fjögurra dómara hafi séð hvað gerðist þegar hann fór í þessa tæklingu, því ég hélt að yfirlýst stefna dómara í dag væri að koma í veg fyrir svona háttalag," sagði Hamann ósáttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×