Lífið

Vetrarborgin seldist best í nóvember

Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason. MYND/Pjetur

Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason seldist best af öllum bókum í nóvember samkvæmt lista Pennans-Eymundssonar yfir metsölubækur. Í tilkynningu frá Eddu-útgáfu segir að allt frá því að bókin kom út 1. nóvember hafihún verið í stöðugri sölu og í þeim efnum ekkert gefið eftirKleifarvatnifrá því í fyrra, en hún sló þegar upp var staðið öll met og seldist í yfir 20.000 eintökum.

Þá kemur fram í tilkynningunni að Arnaldur hafi í vikunni hlotið hin sænsku Martin Beck verðlaun sem best þýdda sakamálasaga þessa árs. ÞaðvarbókinRöddiníþýðingu Ylfu Hellerud sem hlaut þessi virtustu glæpasagnaverðlaun Svía, en þau eru veitt hvert ár, bæði fyrir innlendar bækur og erlendar.Ekki er langt frá því að Arnaldur hlaut Gullna rýtinginn,ein virtustu glæpasagnaverðlaun heims, fyrir enska þýðingu bókarinnar Grafarþögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×