Nash heitur í sigri Phoenix á Indiana 1. desember 2005 08:30 Steve Nash fann fjölina sína gegn Indiana í nótt og setti sjö þrista NordicPhotos/GettyImages Verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra, Steve Nash hjá Phoenix Suns, skoraði sjö þriggja stiga körfur þegar lið hans lagði Indiana Pacers í nótt og vann fjórða leik sinn í röð. Allen Iverson hélt uppteknum hætti og skoraði 40 stig gegn Boston, en það nægði ekki til sigurs. Phoenix sigraði Indiana 109-91. Steve Nash skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar, en Jermaine O´Neal skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Indiana. Miami vann fyrsta útileik sinn á tímabilinu þegar það skellti Atlanta Hawks 96-74. Jason Williams skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami, en Zaza Pachulia skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst fyrir Atlanta. Cleveland afstýrði þriðja tapinu í röð með því að leggja LA Clippers á heimavelli sínum í framlengingu 112-105. Zydrunas Ilgauskas skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Elton Brand var með 33 stig og 13 fráköst hjá Clippers. Washington sigraði Portland 96-89. Gilbert Arenas skoraði 28 stig fyrir Washington, en Darius Miles var með 21 stig hjá Portland. Memphis vann þriðja leik sinn í röð þegar liðið rúllaði yfir Toronto 92-66. Damon Stoudamire skoraði 19 stig hjá Memphis en Chris Bosh skoraði 15 fyrir Kanadaliðið, sem hefur aðeins unnið einn af fyrstu 16 leikjum sínum. Boston vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Philadelphia 110-103. Allen Iverson skoraði 40 stig í leiknum og átti 9 stoðsendingar, en Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston. Detroit vann góðan útisigur á New Jersey 93-83, þar sem Detroit tryggði sér sigur með góðri nýtingu úr þriggja stiga skotum sínum. Rip Hamilton var með 30 stig hjá Detroit og hitti mjög vel, en Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey. Seattle skellti Charlotte á heimavelli 104-94. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle en Primoz Brezec skoraði 21 stig fyrir Charlotte. Loks vann Golden State góðan sigur á Sacramento 113-106, þar sem Jason Richardson skoraði 33 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 25 stig og átti 16 stoðsendingar. Hjá Sacramento var Shareef Abdur-Rahim stigahæstur með 24 stig og Bonzi Wells skoraði 23 stig. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira
Verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra, Steve Nash hjá Phoenix Suns, skoraði sjö þriggja stiga körfur þegar lið hans lagði Indiana Pacers í nótt og vann fjórða leik sinn í röð. Allen Iverson hélt uppteknum hætti og skoraði 40 stig gegn Boston, en það nægði ekki til sigurs. Phoenix sigraði Indiana 109-91. Steve Nash skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar, en Jermaine O´Neal skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Indiana. Miami vann fyrsta útileik sinn á tímabilinu þegar það skellti Atlanta Hawks 96-74. Jason Williams skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami, en Zaza Pachulia skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst fyrir Atlanta. Cleveland afstýrði þriðja tapinu í röð með því að leggja LA Clippers á heimavelli sínum í framlengingu 112-105. Zydrunas Ilgauskas skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Elton Brand var með 33 stig og 13 fráköst hjá Clippers. Washington sigraði Portland 96-89. Gilbert Arenas skoraði 28 stig fyrir Washington, en Darius Miles var með 21 stig hjá Portland. Memphis vann þriðja leik sinn í röð þegar liðið rúllaði yfir Toronto 92-66. Damon Stoudamire skoraði 19 stig hjá Memphis en Chris Bosh skoraði 15 fyrir Kanadaliðið, sem hefur aðeins unnið einn af fyrstu 16 leikjum sínum. Boston vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Philadelphia 110-103. Allen Iverson skoraði 40 stig í leiknum og átti 9 stoðsendingar, en Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston. Detroit vann góðan útisigur á New Jersey 93-83, þar sem Detroit tryggði sér sigur með góðri nýtingu úr þriggja stiga skotum sínum. Rip Hamilton var með 30 stig hjá Detroit og hitti mjög vel, en Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey. Seattle skellti Charlotte á heimavelli 104-94. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle en Primoz Brezec skoraði 21 stig fyrir Charlotte. Loks vann Golden State góðan sigur á Sacramento 113-106, þar sem Jason Richardson skoraði 33 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 25 stig og átti 16 stoðsendingar. Hjá Sacramento var Shareef Abdur-Rahim stigahæstur með 24 stig og Bonzi Wells skoraði 23 stig.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira