Sport

Vill spila meira eða ekki neitt

Ruben Patterson á í harðvítugum deilum við þjálfara og forráðamenn Portland og líklegt þykir að hann fari frá liðinu fljótlega
Ruben Patterson á í harðvítugum deilum við þjálfara og forráðamenn Portland og líklegt þykir að hann fari frá liðinu fljótlega NordicPhotos/GettyImages

Vandræðagemlingurinn Ruben Patterson hjá Portland Trailblazers á í harðvítugum deilum við þjálfara sinn og forráðamenn félagsins þessa dagana. Nate McMillan, þjálfari liðsins, gróf Patterson á varamannabekk liðsins í byrjun tímabils, sem varð til þess að leikmaðurinn bölvaði honum í sand og ösku og var settur í bann í kjölfarið.

Patterson hefur setið heima á meðan liðið var á útileikjaferðalagi og nú þykir honum nóg komið. "Ég vil spila meira en ég hef verið að spila. Ég er enginn varamaður og á að spila miklu meira heldur en einhver nýliði," sagði Patterson. "Ef þeir ætla að láta mig spila svona lítið, spila ég bara ekki neitt, þá get ég alveg eins setið á bekknum og þegið launin mín," sagði hann reiður.

Fastlega er búist við að Patterson fari frá Portland fljótlega, því þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem hann kemst upp á kant við þjálfara og stjórn félagsins. Hann hefur verið iðinn við að koma sér í vandræði á undanförnum árum og hefur verið handtekinn fyrir drykkjulæti, ofbeldisverknaði og nauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×