McGrady sneri aftur og færði Houston sigur 30. nóvember 2005 14:00 Tracy McGrady er liði Houston greinilega óendanlega mikilvægur, því liðið hefur ekki unnið leik án hans í vetur NordicPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks. Houston sigraði Atlanta 100-85. Tracy McGrady var stigahæstur hjá Houston með 25 stig eins og Yao Ming, en Joe Johnson skoraði 17 fyrir Atlanta. Philadelphia burstaði Portland 107-83. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Zach Randolph var með 25 stig og 9 fráköst hjá Portland. Milwaukee sigraði Dallas naumlega 113-111 í framlengingu, þar sem nýliðinn Andrew Bogut var hetja Milwaukee og varði skot frá sjóðheitum Jason Terry í blálokin sem hefði jafnað leikinn. Terry fór á kostum hjá Dallas og skoraði 37 stig og bætti fyrir skelfilega frammistöðu Dirk Nowitzki sem hitti aðeins úr 5 af 22 skotum sínum. Bobby Simmons var stigahæstur hjá Milwaukee með 26 stig. TJ Ford skoraði 24 stig fyrir Milwaukee, sem er það besta hjá honum á ferlinum og nýliðinn Bogut átti einnig metleik með 19 stigum og 14 fráköstum. Leikurinn var hin besta skemmtun og var í beinni útsendingu á NBA TV. Milwaukee var án Michael Redd sem er meiddur. Los Angeles Clippers sigraði Minnesota 93-84, þar sem Sam Cassell spilaði veikur gegn sínum gömlu félögum í Minnesota og tryggði Clippers sigurinn í lokin með tveimur mikilvægum körfum eftir að Minnesota hafði gert mikið áhlaup í lokin. Corey Maggette skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett skoraði 29 stig fyrir Minnesota. Chicago sigraði Orlando á heimavelli 85-76. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kirk Hinrich jafnaði persónulegt met sitt með 14 stoðsendingum. Heido Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando. San Antonio sigraði LA Lakers 90-84. San Antonio virtist vera búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum, en hleypti Lakers aftur inn í leikinn í lokin. Manu Ginobili skoraði 18 af 22 stigum sínum í síðari hálfleiknum, en Lamar Odom skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant hitti aðeins úr 9 af 33 skotum sínum í leiknum. Indiana niðurlægði Utah Jazz á þeirra eigin heimavelli og sigraði 84-60. Þetta var lægsta stigaskor Utah Jazz á heimavelli í sögu félagsins og liðið virðist gjörsamlega heillum horfið í Delta Center, sem í tíð Stockton og Malone var óvinnandi vígi. Þetta var sjötti sigur Indiana á Utah í röð. Jermaine O´Neal var óstöðvandi hjá Indiana og skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en nýliðinn Deron Williams var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig hjá Utah og endaði með 14 stig. Að lokum burstaði Sacramento lið Charlotte 110-92. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Kareem Rush skoraði 15 stig fyrir Charlotte. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks. Houston sigraði Atlanta 100-85. Tracy McGrady var stigahæstur hjá Houston með 25 stig eins og Yao Ming, en Joe Johnson skoraði 17 fyrir Atlanta. Philadelphia burstaði Portland 107-83. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Zach Randolph var með 25 stig og 9 fráköst hjá Portland. Milwaukee sigraði Dallas naumlega 113-111 í framlengingu, þar sem nýliðinn Andrew Bogut var hetja Milwaukee og varði skot frá sjóðheitum Jason Terry í blálokin sem hefði jafnað leikinn. Terry fór á kostum hjá Dallas og skoraði 37 stig og bætti fyrir skelfilega frammistöðu Dirk Nowitzki sem hitti aðeins úr 5 af 22 skotum sínum. Bobby Simmons var stigahæstur hjá Milwaukee með 26 stig. TJ Ford skoraði 24 stig fyrir Milwaukee, sem er það besta hjá honum á ferlinum og nýliðinn Bogut átti einnig metleik með 19 stigum og 14 fráköstum. Leikurinn var hin besta skemmtun og var í beinni útsendingu á NBA TV. Milwaukee var án Michael Redd sem er meiddur. Los Angeles Clippers sigraði Minnesota 93-84, þar sem Sam Cassell spilaði veikur gegn sínum gömlu félögum í Minnesota og tryggði Clippers sigurinn í lokin með tveimur mikilvægum körfum eftir að Minnesota hafði gert mikið áhlaup í lokin. Corey Maggette skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett skoraði 29 stig fyrir Minnesota. Chicago sigraði Orlando á heimavelli 85-76. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kirk Hinrich jafnaði persónulegt met sitt með 14 stoðsendingum. Heido Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando. San Antonio sigraði LA Lakers 90-84. San Antonio virtist vera búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum, en hleypti Lakers aftur inn í leikinn í lokin. Manu Ginobili skoraði 18 af 22 stigum sínum í síðari hálfleiknum, en Lamar Odom skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant hitti aðeins úr 9 af 33 skotum sínum í leiknum. Indiana niðurlægði Utah Jazz á þeirra eigin heimavelli og sigraði 84-60. Þetta var lægsta stigaskor Utah Jazz á heimavelli í sögu félagsins og liðið virðist gjörsamlega heillum horfið í Delta Center, sem í tíð Stockton og Malone var óvinnandi vígi. Þetta var sjötti sigur Indiana á Utah í röð. Jermaine O´Neal var óstöðvandi hjá Indiana og skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en nýliðinn Deron Williams var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig hjá Utah og endaði með 14 stig. Að lokum burstaði Sacramento lið Charlotte 110-92. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Kareem Rush skoraði 15 stig fyrir Charlotte.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira