Sport

Stórleikur Kobe Bryant dugði skammt

Ron Artest skartaði nýrri hárgreiðslu í Los Angeles í nótt og sú virðist hafa virkað, því Indiana lagði LA Clippers
Ron Artest skartaði nýrri hárgreiðslu í Los Angeles í nótt og sú virðist hafa virkað, því Indiana lagði LA Clippers NordicPhotos/GettyImages

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt sem leið og þar bar hæst einvígi Los Angeles Lakers og New Jersey Nets, þar sem Kobe Bryant skoraði 38 stig í síðari hálfleik fyri Lakers og 46 stig alls, en það dugði ekki til sigurs eins og oft áður í vetur.

New Jersey vann sigur á Lakers í framlengdum leik102-96. Jason Kidd skoraði 35 stig fyrir New Jersey, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst.

Portland vann Atlanta 77-75, þar sem umdeildur dómur í lokin kom í veg fyrir að Atlanta næði þriðja sigri sínum í röð eftir skelfilega byrjun á tímabilinu. Al Harrington skoraði 16 stig fyrir Atlanta, en Zach Randolph skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst, en hann hitti úr 12 af 15 skotum sínum í leiknum.

Loks vann Indiana góðan útisigur á LA Clippers 97-92. Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Indiana og Elton Brand skoraði sömuleiðis 22 stig fyrir Clippers. Ron Artest skartaði nýrri klippingu í leiknum þar sem hann hafði látið raka orðin "Sannur stríðsmaður" á hnakkann á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×