Innlent

Alls kyns raftæki jólagjöfin í ár

MYND/Vísir

Jólaverslunin er nú hafin fyrir alvöru í Bandaríkjunum með hefðbundinni útsölu að lokinni þakkargjörðarhátíð. Raftæki eru í tísku í ár.

MP3 spilarar, fartölvur og flatskjársjónvarpstæki eru ofarlega á óskalistanum í ár. Raftækjaverslanir voru yfirfullar daginn eftir þakkargjörðarhátíðina á fimmtudag, enda stórlækkað verð á ýmsum varningi.

En ekki voru allir í jólaskapi. Víða brutust út áflog þegar fólk reyndi að næla sér í afsláttarvöru. Í einstaka tilvikum þurftu öryggisverðir að snúa fólk niður. Macy's í New York opnaði kl. sex um morguninn en fólk var komið í röð fyrir utan þegar klukkan fimm. Verslanaeigendur þykjast merkja að jólavertíðin verði lífleg að þessu sinni, einkum í raftækjaverslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×