Sport

Ensku liðin áfram - Shevchenko skoraði fjögur

Shevchenko var ótrúlegur með Milan í kvöld og skoraði fjögur mörk
Shevchenko var ótrúlegur með Milan í kvöld og skoraði fjögur mörk NordicPhotos/GettyImages

Ensku liðin Liverpool og Chelsea eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir leiki kvöldsins og úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan undirstrikaði enn og aftur að hann er einn besti markaskorari heimsins þegar hann afgreiddi Fenerbahce með fjórum mörkum.

Chelsea sigraði Anderlecht 2-0 á útivelli með mörkum frá Carvalho og Crespo snemma leiks. Eiður Smári jafnaði var í byrjunarliði Chelsea og er orðinn leikjahæsti íslenski leikmaðurinn í Evrópukeppni. Honum var skipt útaf þegar hálftími var liðinn af síðari hálfleik.

Liverpool og Real Betis skyldu markalaus á Anfield, þar sem heimamenn fóru illa með færi sín - ekki síst Peter Crouch, sem virðist fyrirmunað að skora fyrir Liverpool.

Porto og Rangers skyldu jöfn 1--1, AC Milan vann Fenerbahce 4-0 með fernu frá Shevchenko, Inter sigraði Artmedia 4-0, þar sem Adriano skoraði þrennu og Figo skoraði eitt. Real Madrid og Lyon skyldu jöfn í Madrid, Guti skoraði fyrir Real, en Carew jafnaði fyrir Lyon.

Rosenborg og Olympiakos skyldu jöfn 1-1 og Schalke vann góðan 3-0 sigur á PSV Eindhoven, þar sem Kobiashvili skoraði þrennu, þar af tvö mörk úr vítaspyrnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×