San Antonio lagði Sacramento 22. nóvember 2005 13:30 Tim Duncan er hér í hörðum átökum við leikmenn Sacramento í nótt NordicPhotos/GettyImages Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio lagði Sacramento á útivelli, Philadelphia lagði New Orleans, Utah sigraði Milwaukee og Golden State vann New Jersey, þar sem Vince Carter meiddist í baki og gat aðeins spilað hálfan leikinn. San Antonio valtaði yfir Sacramento í fyrstu þremur fjórðungum leiksins í nótt, sem var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV, en þegar liðið hvíldi byrjunarliðsmennina í fjórða leikhlutanum náði Sacramento að búa til smá spennu í lokin. San Antonio náði þó að klára dæmið 96-93. Tony Parker skoraði 23 stig í leiknum og Tim Duncan var með 22 stig og 19 fráköst. Hjá Sacramento var Mike Bibby bestur með 33 stig. Philadelphia lagði New Orleans 103-91. Allen Iverson skoraði 24 stig, öll í fyrri hálfleik og gaf 9 stoðsendingar, en David West skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir New Orleans. Andrew Bogut, nýliði Milwaukee sem valinn var númer eitt í nýliðavalinu í sumar, sneri aftur í Háskólafylki sitt Utah í nótt við frábærar undirtektir í Delta Center í Salt Lake City. Leikmenn Utah Jazz tóku þó ekki eins rausnarlega á móti nýliðanum ástralska og félögum hans í Milwaukee og sigruðu 100-80. Gordan Giricek skoraði 18 stig fyrir Utah og nýliðinn Deron Williams skoraði 10 stig og gaf 10 stoðsendingar, en Michael Redd var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 25 stig. Að lokum sigraði Golden State lið New Jersey 100-97. Miklu munaði um fjarveru Vince Carter hjá New Jersey, en hann meiddist í fyrri hálfleik og óvíst er hvort hann verður með í næstu leikjum. Richard Jefferson skoraði 23 New Jersey og Nenad Krstic skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst, en Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir Golden State. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio lagði Sacramento á útivelli, Philadelphia lagði New Orleans, Utah sigraði Milwaukee og Golden State vann New Jersey, þar sem Vince Carter meiddist í baki og gat aðeins spilað hálfan leikinn. San Antonio valtaði yfir Sacramento í fyrstu þremur fjórðungum leiksins í nótt, sem var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV, en þegar liðið hvíldi byrjunarliðsmennina í fjórða leikhlutanum náði Sacramento að búa til smá spennu í lokin. San Antonio náði þó að klára dæmið 96-93. Tony Parker skoraði 23 stig í leiknum og Tim Duncan var með 22 stig og 19 fráköst. Hjá Sacramento var Mike Bibby bestur með 33 stig. Philadelphia lagði New Orleans 103-91. Allen Iverson skoraði 24 stig, öll í fyrri hálfleik og gaf 9 stoðsendingar, en David West skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir New Orleans. Andrew Bogut, nýliði Milwaukee sem valinn var númer eitt í nýliðavalinu í sumar, sneri aftur í Háskólafylki sitt Utah í nótt við frábærar undirtektir í Delta Center í Salt Lake City. Leikmenn Utah Jazz tóku þó ekki eins rausnarlega á móti nýliðanum ástralska og félögum hans í Milwaukee og sigruðu 100-80. Gordan Giricek skoraði 18 stig fyrir Utah og nýliðinn Deron Williams skoraði 10 stig og gaf 10 stoðsendingar, en Michael Redd var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 25 stig. Að lokum sigraði Golden State lið New Jersey 100-97. Miklu munaði um fjarveru Vince Carter hjá New Jersey, en hann meiddist í fyrri hálfleik og óvíst er hvort hann verður með í næstu leikjum. Richard Jefferson skoraði 23 New Jersey og Nenad Krstic skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst, en Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir Golden State.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira