Sport

Wenger heimtar sigur

Arsene Wenger fer fram á sigur og ekkert annað
Arsene Wenger fer fram á sigur og ekkert annað NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger vill ná í öll þrjú stigin á útivelli gegn FC Thun í Meistaradeildinni annað kvöld, þrátt fyrir að Arsenal hafi þegar tryggt sér áframhaldandi þáttöku í keppninni með góðri frammistöðu í undangengnum leikjum.

Þó er talið að einhverjir af yngri leikmönnum Arsenal fái tækifæri til að spreyta sig í leiknum annað kvöld og talið er að Alexandre Song og Emmanuel Eboue gætu orðið í liðinu.

"Við viljum að sjálfssögðu ná toppsætinu í riðlinum, því í framhaldinu getur það ráðið miklu um styrkleika andstæðinga okkar. Krafan hjá Arsenal er alltaf sigur og ég veit að Thun á eftir að veita okkur mikla og góða keppni. Liðið var að mínu mati óheppið á móti Ajax á dögunum og þeir veittu okkur harða mótspyrnu í fyrri leiknum, þó við værum að vísu aðeins með tíu menn inni á vellinum helminginn af leiknum," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×