Sport

Cleveland vann sjöunda leik sinn í röð

LeBron James og félagar hans í Cleveland fóru í sannkallaða skotkeppni við heimamenn í Philadelphia í nótt og höfðu betur
LeBron James og félagar hans í Cleveland fóru í sannkallaða skotkeppni við heimamenn í Philadelphia í nótt og höfðu betur NordicPhotos/GettyImages

Cleveland Cavaliers vann sigur á Philadelphia 76ers í NBA í nótt í æsilegum leik sem endaði 123-120 fyrir Cleveland. Larry Hughes hjá Cleveland og Allen Iverson hjá Philadelphia skoruðu báðir 37 stig í leiknum, en LeBron James náði þrennu með 36 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum.

New Orleans sigraði Orlando 98-95. David West skoraði 34 stig fyrir New Orleans, en þeir Hedo Turkoglu og Keyon Dooling skoruðu 22 hvor fyrir Orlando.

New Jersey lagði Washington 89-83, en þetta var þriðja tap Washington í röð. Vince Carter skoraði 19 stig fyrir New Jersey, en Antawn Jamison var með 23 stig og 13 fráköst hjá Washington.

Minnesota lagði Charlotte 102-89. Kevin Garnett skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst fyrir Minnesota, en nýliðinn Raymond Felton skoraði 15 fyrir Charlotte.

Detroit tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu þegar liðið steinlá í Dallas 119-82. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Rip Hamiltons skoraði 18 fyrir Detroit.

San Antonio lagði Phoenix 97-91. Tim Duncan var með 24 stig og 13 fráköst hjá San Antonio, en Shawn Marion skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst fyrir Phoenix.

Loks tapaði Utah Jazz fimmta leik sínum í röð þegar liðið lá heima fyrir Memphis 80-72. Mike Miller skoraði 18 stig fyrir Memphis, en nýliðinn Deron Williams skoraði 21 stig go átti 10 stoðsendingar í liði Utah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×