Sport

Loksins sigur hjá New York

Larry Brown gat andað léttar eftir sigurinn á Sacramento í nótt
Larry Brown gat andað léttar eftir sigurinn á Sacramento í nótt NordicPhotos/GettyImages

Sex leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York unnu sinn fyrsta leik í deildarkeppninni þegar þeir skelltu Sacramento Kings á útivelli, en Toronto Raptors er enn án sigurs.

New York lagði Sacramento 105-95. Channing Frye var stigahæstur hjá New York með 19 stig og Stephon Marbury var með 17, en Peja Stojakovic var með 31 stig fyrir Sacramento.

Toronto er enn án sigurs eftir 126-121 tap í framlengingu fyrir Seattle Supersonics í nótt. Rashard Lewis skoraði 41 stig fyrir Seattle, en Mike James var með 36 fyrir Toronto.

Boston vann góðan sigur á Houston 102-82, þar sem Raef LaFrentz fór á kostum og hitti öllum sjö þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og endaði með 32 stig, sem var með því hæsta sem hann hefur skorað á ferlinum. Stromile Swift skoraði 17 stig fyrir Houston.

LeBron James varð yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora 4000 stig á ferlinum þegar lið hans Cleveland lagði Orlando 108-100 í framlengingu í nótt. James skoraði 26 stig í leiknum, en Steve Francis skoraði 22 stig fyrir Orlando.

Philadelphia vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 113-108. Allen Iverson skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Philadelphia, en Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers.

Loks vann Denver góðan sigur á Minnesota 103-91, en Denver var án Kenyon Martin í leiknum þar sem hann á við smávægileg hnémeiðsli að stríða. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver, en Wally Szcerbiak skoraði 20 fyrir Minnesota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×