Sport

Ballack verður ekki seldur í janúar

Michael Ballack er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir
Michael Ballack er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir AFP

Michael Becker, umboðsmaður miðjumannsins Michael Ballack hjá Bayern Munchen, segir að leikmaðurinn verði alls ekki seldur frá Bayern þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar, en fjöldi liða er á höttunum eftir Ballack sem hefur enn ekki gefið upp hvort hann ætli að framlengja samning sinn við Bayern.

"Það er enginn möguleiki að Ballack fari frá Munchen í janúar, enda yrði það út í hött. Í fyrsta lagi gæti hann þá ekki unnið meistaradeildina í sumar, sem er aðal ástæðan fyrir því að hann er að spila fótbolta. Í öðru lagi vill Bayern ekki selja hann því liðið hagnast meira á því að vinna meistaradeildina með hann innanborðs, frekar en að selja hann og í þriðja lagi væri ekki rökrétt fyrir hann að fara frá Þýskalandi svona rétt fyrir heimsmeistarakeppnina þar í landi," sagði Becker.

Ballack hefur sagt að hann muni taka ákvörðun um framtíð sína fljótlega, en framtíð hans er nær örugglega talin liggja annarsstaðar en í Þýskalandi, þar sem hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×