Rafmögnuð spenna í opnunarleikjunum 2. nóvember 2005 13:00 TJ Ford keyrir inn í teiginn hjá Philadelphia í nótt, en Chris Webber er til varnar NordicPhotos/GettyImages Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Meistarar San Antonio fengu afhenta meistarahringa sína við hátíðlega athöfn á heimavelli sínum SBC Center, en hófu svo titilvörnina í leik gegn Denver Nuggets. Gestirnir byrjuðu nokkuð vel, en San Antonio gerði út um leikinn í fjórða leikhluta með ótrúlegri hittni og sigraði 102-91. Tony Parker skoraði mest hjá San Antonio eða 26 stig, Tim Duncan skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Michael Finley fór mikinn fyrir sitt nýja lið og skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum. Carmelo Anthony skoraði mest fyrir Denver, 23 stig, en framherji liðsins Nene meiddist á hné og gæti orðið lengi frá keppni. Milwaukee Bucks vann góðan sigur á Philadelphia í framlengingu 117-108. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og leikstjórnandinn T.J. Ford spilaði sinn fyrsta leik í meira en ár eftir að hafa þurft í aðgerð vegna mænuskaða og fór mikinn. Ford skoraði 16 stig, átti 14 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, sannarlega lygileg tölfræði fyrir mann sem talið var að gæti aldrei leikið körfubolta framar. Allen Iverson skoraði 35 stig og átti 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en hitti afar illa í leiknum. Webber skoraði 32 stig og hirti 14 fráköst, mest í fyrri hálfleik. New Orleans/Oklahoma City Hornets spiluðu sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli og tóku Sacramento Kings mjög óvænt í kennslustund 93-67. P.J. Brown skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hornets, en Peja Stojakovic skoraði 18 fyrir Kings, sem hittu aðeins úr 31% skota sinna í leiknum. Mikil stemming var í Oklahoma City og sögðust leikmennirnir aldrei hafa kynnst öðru eins. Liðið spilar flesta heimaleiki sína í Oklahoma í vetur vegna náttúruhamfaranna í New Orleans í haust. Lægsta stigaskor Sacramento-liðsins á öllu tímabilinu í fyrra var 73 stig. Rúsínan í pylsuendanum í gær var svo leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks, en sá leikur var í beinni útsendingu á NBA TV. Dallas hafði nauman útisigur í leiknum 111-108 eftir tvöfalda æsispennandi framlengingu. Steve Nash var stigahæstur í liði Phoenix með 30 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Vinur hans Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og 15 fráköst, en hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á síðustu mínútum í venjulegum leiktíma og náði að knýja fram framlengingu í leik sem Phoenix hafði algerlega í hendi sér. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sjá meira
Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Meistarar San Antonio fengu afhenta meistarahringa sína við hátíðlega athöfn á heimavelli sínum SBC Center, en hófu svo titilvörnina í leik gegn Denver Nuggets. Gestirnir byrjuðu nokkuð vel, en San Antonio gerði út um leikinn í fjórða leikhluta með ótrúlegri hittni og sigraði 102-91. Tony Parker skoraði mest hjá San Antonio eða 26 stig, Tim Duncan skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Michael Finley fór mikinn fyrir sitt nýja lið og skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum. Carmelo Anthony skoraði mest fyrir Denver, 23 stig, en framherji liðsins Nene meiddist á hné og gæti orðið lengi frá keppni. Milwaukee Bucks vann góðan sigur á Philadelphia í framlengingu 117-108. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og leikstjórnandinn T.J. Ford spilaði sinn fyrsta leik í meira en ár eftir að hafa þurft í aðgerð vegna mænuskaða og fór mikinn. Ford skoraði 16 stig, átti 14 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, sannarlega lygileg tölfræði fyrir mann sem talið var að gæti aldrei leikið körfubolta framar. Allen Iverson skoraði 35 stig og átti 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en hitti afar illa í leiknum. Webber skoraði 32 stig og hirti 14 fráköst, mest í fyrri hálfleik. New Orleans/Oklahoma City Hornets spiluðu sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli og tóku Sacramento Kings mjög óvænt í kennslustund 93-67. P.J. Brown skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hornets, en Peja Stojakovic skoraði 18 fyrir Kings, sem hittu aðeins úr 31% skota sinna í leiknum. Mikil stemming var í Oklahoma City og sögðust leikmennirnir aldrei hafa kynnst öðru eins. Liðið spilar flesta heimaleiki sína í Oklahoma í vetur vegna náttúruhamfaranna í New Orleans í haust. Lægsta stigaskor Sacramento-liðsins á öllu tímabilinu í fyrra var 73 stig. Rúsínan í pylsuendanum í gær var svo leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks, en sá leikur var í beinni útsendingu á NBA TV. Dallas hafði nauman útisigur í leiknum 111-108 eftir tvöfalda æsispennandi framlengingu. Steve Nash var stigahæstur í liði Phoenix með 30 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Vinur hans Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og 15 fráköst, en hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á síðustu mínútum í venjulegum leiktíma og náði að knýja fram framlengingu í leik sem Phoenix hafði algerlega í hendi sér.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sjá meira