Sport

Neitar ákæru knattspyrnusambandsins

NordicPhotos/GettyImages

David O´Leary hefur neitað að gangast við ákæru enska knattspyrnusambandsins sem lagðar voru á hendur honum eftir leik Aston Villa og Birmingham á dögunum, þar sem O´Leary var sakaður um ósæmilega hegðun.

O´Leary var sakaður um að hafa notað dónalegt orðbragð við dómara leiksins þegar hann hljóp inn á völlinn og fagnaði sigri sinna manna í grannaslagnum á dögunum og benti fingri upp í stúkuna í átt að stjórnarformanni Aston Villa.

Látbragð O´Leary þótti einnig hafa storkað stuðningsmönnum mótherjanna og er slíkt litið alvarlegum augum þegar um jafn harðar rimmur og grannaslag þennan er að ræða. Stjórinn vill þó ekki gangast við ákærunum og hefur farið fram á að málið verði tekið fyrir sérstaklega svo hann geti gert grein fyrir máli sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×