Erlent

Vefsíður varasamari en áður

Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins greinir frá því að tæknilega sinnaðir glæpamenn hafi horfið frá því að nota vírusa sem sendir eru í tölvupósti, yfir í að nota vefsíður til að fanga fórnarlömb. Þá er haft eftir öryggisfyrirtækjum á borð við Symantec og TrendMicro að tölvuþrjótar noti í auknum mæli njósnaforrit til að stelast í persónuleg gögn sem þeir geta ýmist selt eða notað sjálfir. Þannig er nú meira um falsforrit, sem látast vera eitthvað annað en þau eru, svo sem leikir eða öryggisviðbætur. Á sama tíma hefur dregið úr umferð tölvuvírusa sem berast í tölvupósti. „Stöðug fjölgar þeim tilvikum þar sem mein-kóði birtist í umferð á vefnum, í stað tölvupósts áður," segir Mark Sunner, yfirmaður tæknimála hjá Message-Labs. Hann nefnir sem dæmi að oft sé reynt að stela leyniorðum og innskráningarupplýsingum fólks á vefsíðum þar sem þrjótarnir sigla undir fölsku flaggi. Þá er fólk beðið um að fylla út í reiti þar, í stað þess að treysta á að það sendi til baka svikatölvupósta. Listar vírusvarnafyrir-tækja yfir algengustu meinsemdir sem ógna tölvum fólks eru enn með tölvupóstorma á borð við Netsky og Mytob í efstu sætum, en þar hafa einnig bæst við í auknu mæli njósnaforrit af ýmsu tagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×