Tjáningarfrelsi eða persónuvernd? 30. september 2005 00:01 Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd. Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík sem fór inn á skrifstofu Fréttablaðsins í dag, vildi ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla. Sigurjón M. Egilsson, starfandi ritstjóri Fréttablaðsins, segist telja þetta aðför að bæði prent- og málfrelsi blaðsins. Í lögbannsúrskurðinum segi, ef hann muni rétt, að hvorki megi vitna orðrétt né óbeint í umræddan tölvupóst og þar væru ekki eldri fréttir blaðsins eða annað sem tengist málinu. Spurður hvort eitthvað fleiri hafi verið í póstunum sem forsvarsmenn blaðsins hafi ekki viljað að aðrir læsu segir Sigurjón svo vera, t.a.m. hlutir og fullyrðingar sem ættu ekki heima í jafn vönduðu blaði og Fréttablaðinu og hafi aldrei staðið til að birta. Allt sem viðkomi fréttum hafi hins vegar verið birt og skaðinn því ekki mikill að því leytinu til. Málið er nú í höndum lögmanna og segir Sigurjón að reynt verði að fá lögbanninu hnekkt. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, segir að sér finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega vegna þess að undanfarna daga hafi komið fram að það sem Fréttablaðið hafi gert m,eð því að vitna í einkaskjöl sé nánast viðtekin venja, og ekki hvað síst í Morgunblaðinu sem hafi hneykslast einna mest á málinu og rekið það lögfræðilega í leiðurum og á baksíðu. Össur Skarphéðinsson og Gunnlaugur Sigmundsson segja í Fréttablaðinu í dag að Morgunblaðiðið hafi birt einkabréf þeirra í óþökk þeirra. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, vildi ekki ræða þetta en segist munu gera það í Morgunblaðinu á morgun. Úrskurðir sem þessir eru í eðli sínu bráðabirgðaúrskurðir - það þarf að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum innan viku. Það verður væntanlega næsta skref Jónínu, sem sagði orðrétt þegar fréttastofa hafði samband við hana: "Ég vil ekki ræða við ykkur," og lagði á. Eftir henni var haft í fréttum Ríkisútvarpsins að allt stefni í að hún höfði mál á hendur 365 miðlum vegna birtingar á tölvupósti hennar. Jón Magnússon hæstarréttarlögmaður, sem rekur málið fyrir 365, sagði allar líkur á að kröfunni um lögbann verði hnekkt þegar málið komi til héraðsdóms þar sem tjáningarfrelsi fjölmiðla sé í þessu tilviki mikilvægara en persónuverndin. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd. Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík sem fór inn á skrifstofu Fréttablaðsins í dag, vildi ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla. Sigurjón M. Egilsson, starfandi ritstjóri Fréttablaðsins, segist telja þetta aðför að bæði prent- og málfrelsi blaðsins. Í lögbannsúrskurðinum segi, ef hann muni rétt, að hvorki megi vitna orðrétt né óbeint í umræddan tölvupóst og þar væru ekki eldri fréttir blaðsins eða annað sem tengist málinu. Spurður hvort eitthvað fleiri hafi verið í póstunum sem forsvarsmenn blaðsins hafi ekki viljað að aðrir læsu segir Sigurjón svo vera, t.a.m. hlutir og fullyrðingar sem ættu ekki heima í jafn vönduðu blaði og Fréttablaðinu og hafi aldrei staðið til að birta. Allt sem viðkomi fréttum hafi hins vegar verið birt og skaðinn því ekki mikill að því leytinu til. Málið er nú í höndum lögmanna og segir Sigurjón að reynt verði að fá lögbanninu hnekkt. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, segir að sér finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega vegna þess að undanfarna daga hafi komið fram að það sem Fréttablaðið hafi gert m,eð því að vitna í einkaskjöl sé nánast viðtekin venja, og ekki hvað síst í Morgunblaðinu sem hafi hneykslast einna mest á málinu og rekið það lögfræðilega í leiðurum og á baksíðu. Össur Skarphéðinsson og Gunnlaugur Sigmundsson segja í Fréttablaðinu í dag að Morgunblaðiðið hafi birt einkabréf þeirra í óþökk þeirra. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, vildi ekki ræða þetta en segist munu gera það í Morgunblaðinu á morgun. Úrskurðir sem þessir eru í eðli sínu bráðabirgðaúrskurðir - það þarf að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum innan viku. Það verður væntanlega næsta skref Jónínu, sem sagði orðrétt þegar fréttastofa hafði samband við hana: "Ég vil ekki ræða við ykkur," og lagði á. Eftir henni var haft í fréttum Ríkisútvarpsins að allt stefni í að hún höfði mál á hendur 365 miðlum vegna birtingar á tölvupósti hennar. Jón Magnússon hæstarréttarlögmaður, sem rekur málið fyrir 365, sagði allar líkur á að kröfunni um lögbann verði hnekkt þegar málið komi til héraðsdóms þar sem tjáningarfrelsi fjölmiðla sé í þessu tilviki mikilvægara en persónuverndin.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira