Tjáningarfrelsi eða persónuvernd? 30. september 2005 00:01 Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd. Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík sem fór inn á skrifstofu Fréttablaðsins í dag, vildi ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla. Sigurjón M. Egilsson, starfandi ritstjóri Fréttablaðsins, segist telja þetta aðför að bæði prent- og málfrelsi blaðsins. Í lögbannsúrskurðinum segi, ef hann muni rétt, að hvorki megi vitna orðrétt né óbeint í umræddan tölvupóst og þar væru ekki eldri fréttir blaðsins eða annað sem tengist málinu. Spurður hvort eitthvað fleiri hafi verið í póstunum sem forsvarsmenn blaðsins hafi ekki viljað að aðrir læsu segir Sigurjón svo vera, t.a.m. hlutir og fullyrðingar sem ættu ekki heima í jafn vönduðu blaði og Fréttablaðinu og hafi aldrei staðið til að birta. Allt sem viðkomi fréttum hafi hins vegar verið birt og skaðinn því ekki mikill að því leytinu til. Málið er nú í höndum lögmanna og segir Sigurjón að reynt verði að fá lögbanninu hnekkt. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, segir að sér finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega vegna þess að undanfarna daga hafi komið fram að það sem Fréttablaðið hafi gert m,eð því að vitna í einkaskjöl sé nánast viðtekin venja, og ekki hvað síst í Morgunblaðinu sem hafi hneykslast einna mest á málinu og rekið það lögfræðilega í leiðurum og á baksíðu. Össur Skarphéðinsson og Gunnlaugur Sigmundsson segja í Fréttablaðinu í dag að Morgunblaðiðið hafi birt einkabréf þeirra í óþökk þeirra. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, vildi ekki ræða þetta en segist munu gera það í Morgunblaðinu á morgun. Úrskurðir sem þessir eru í eðli sínu bráðabirgðaúrskurðir - það þarf að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum innan viku. Það verður væntanlega næsta skref Jónínu, sem sagði orðrétt þegar fréttastofa hafði samband við hana: "Ég vil ekki ræða við ykkur," og lagði á. Eftir henni var haft í fréttum Ríkisútvarpsins að allt stefni í að hún höfði mál á hendur 365 miðlum vegna birtingar á tölvupósti hennar. Jón Magnússon hæstarréttarlögmaður, sem rekur málið fyrir 365, sagði allar líkur á að kröfunni um lögbann verði hnekkt þegar málið komi til héraðsdóms þar sem tjáningarfrelsi fjölmiðla sé í þessu tilviki mikilvægara en persónuverndin. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd. Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík sem fór inn á skrifstofu Fréttablaðsins í dag, vildi ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla. Sigurjón M. Egilsson, starfandi ritstjóri Fréttablaðsins, segist telja þetta aðför að bæði prent- og málfrelsi blaðsins. Í lögbannsúrskurðinum segi, ef hann muni rétt, að hvorki megi vitna orðrétt né óbeint í umræddan tölvupóst og þar væru ekki eldri fréttir blaðsins eða annað sem tengist málinu. Spurður hvort eitthvað fleiri hafi verið í póstunum sem forsvarsmenn blaðsins hafi ekki viljað að aðrir læsu segir Sigurjón svo vera, t.a.m. hlutir og fullyrðingar sem ættu ekki heima í jafn vönduðu blaði og Fréttablaðinu og hafi aldrei staðið til að birta. Allt sem viðkomi fréttum hafi hins vegar verið birt og skaðinn því ekki mikill að því leytinu til. Málið er nú í höndum lögmanna og segir Sigurjón að reynt verði að fá lögbanninu hnekkt. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, segir að sér finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega vegna þess að undanfarna daga hafi komið fram að það sem Fréttablaðið hafi gert m,eð því að vitna í einkaskjöl sé nánast viðtekin venja, og ekki hvað síst í Morgunblaðinu sem hafi hneykslast einna mest á málinu og rekið það lögfræðilega í leiðurum og á baksíðu. Össur Skarphéðinsson og Gunnlaugur Sigmundsson segja í Fréttablaðinu í dag að Morgunblaðiðið hafi birt einkabréf þeirra í óþökk þeirra. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, vildi ekki ræða þetta en segist munu gera það í Morgunblaðinu á morgun. Úrskurðir sem þessir eru í eðli sínu bráðabirgðaúrskurðir - það þarf að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum innan viku. Það verður væntanlega næsta skref Jónínu, sem sagði orðrétt þegar fréttastofa hafði samband við hana: "Ég vil ekki ræða við ykkur," og lagði á. Eftir henni var haft í fréttum Ríkisútvarpsins að allt stefni í að hún höfði mál á hendur 365 miðlum vegna birtingar á tölvupósti hennar. Jón Magnússon hæstarréttarlögmaður, sem rekur málið fyrir 365, sagði allar líkur á að kröfunni um lögbann verði hnekkt þegar málið komi til héraðsdóms þar sem tjáningarfrelsi fjölmiðla sé í þessu tilviki mikilvægara en persónuverndin.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira